Heilbrigðismál - 01.09.1996, Side 10

Heilbrigðismál - 01.09.1996, Side 10
Vímuvamir Þau efni sem hafa áhrif á tauga- kerfið og leyfð er notkun á hérlend- is eru kaffi, tóbak og áfengi. Kaffi og tóbak teljast ekki til vímuefna, heldur til svokallaðra ávanbind- andi efna, enda breyta þau ekki hegðun einstaklingsins eins og áfengi gerir. Vímuefni hafa þekkst frá frá því að sögur hófust og virð- ist oft sem heilar þjóðir og jafnvel heil heimssvæði hafi tileinkað sér eitt ákveðið efni, sem nokkur regla fylgdi notkun á, þótt ætíð hafi fylgt stór vandamál fyrir einstaklinga. Þannig hefur ópíum verið notað í Austurlöndum fjær, kanabis í Aust- urlöndum nær og Arabalöndum, kókaín í Suður-Ameríku og alkóhól í Evrópu og Norður-Ameríku. Sú mikla breyting hefur orðið á síðustu áratugum að ný vímuefni hafa komist inn á markaði hinna eldri og þá hafa öll fyrri boð og bönn brostið, ofneysla aukist og önnur vandamál tengd henni margfaldast. Það sorglegasta við þessa öfugþróun er að ungt fólk hefur einkum orðið fyrir barðinu á nýju efnunum á markaðnum og þar með lagt líf sitt og heilsu varan- lega í rúst. Löggjafar og uppalend- ur standa uppi varnarlítil. Neysla kanabisefna hófst fyrst að marki á Vesturlöndum, og sérstak- lega í Bandaríkjunum, á sjöunda áratugnum og hefur síðan vaxið stórum skrefum. Fjöldamargir gerðu tilraunir en urðu ekki reglu- legir neytendur og sneru aftur til síns fyrri og löglega vímugjafa, áfengisins. En á síðustu tveimur áratugunum hafa neysluvenjur breyst þannig að kannabisefnin hafa náð ótrúlegri fótfestu jafnhliða áfenginu. Sagt er að sumir foreldrar sem reyndu kannabis á yngri árum eigi núna erfiða daga við að ráða börnum sínum frá neyslu þess þar sem þau þurfa þar með að játa á sig gamla sök, þótt ekki hafi orðið úr henni vanabindandi fíkn. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kannabisefna á líkamann. Komið hefur í Ijós að þau geta í sumum tilvikum haft gagnlegar tímabundnar verkanir hjá mikið veiku fólki, til dæmis þeim sem þjást af ógleði samfara krabbameinsmeðferð. Tillögur um að leyfa notkun kannabis að lækn- isráði hafa mætt öflugri mótspyrnu og hefur í því sambandi verið bent á að efnið læknar ekkert og að að- gengi fólks að því sem vímuefni yrði þá auðvelt og vaxandi neysla yrði óstöðvanleg. Reynsla hefur sýnt, að eitt vímuefni býður öðru sterkara heim, og er ferli fíkils oft frá áfengi til kannabis og síðan til heróíns sem er nánast örugg leið til vonlítillar baráttu og ömurlegra endaloka. Þjófnaðir, líkamsárásir og jafnvel manndráp eru glæpir sem eru dag- legir viðburðir meðal þjóða sem hin nýju og öflugu vímuefni hafa náð tökum á. Islendingar eru komnir í þann vafasama flokk þjóða. Ríkisstjórn Islands kynnti nýlega nýjar aðgerðir til varna gegn neyslu fíkniefna og jafnframt gegn neyslu áfengis og tóbaks. A árinu 1997 er áætlað að verja 65 milljón krónum til eflingar löggæslu og tollgæslu. Einkum á að hefta að- gengi barna og unglinga að fíkni- efnum og reyna að fækka afbrotum sem tengjast notkun fíkniefnanna. Innflutningur fíkniefna eykst hratt og notaðar eru allar mögulegar leiðir með flugvélum og skipum. Ef auka á löggæslu og tollgæslu svo einhverju nemi um allt land sjá allir að 65 milljónir hrökkva skammt til þess að sinna þörf allra stærri hafna og flugvalla landsins. Gæta getur þurft jafnvel smæstu hafna. Nær er að halda, að þessar milljónir muni aðeins duga til að skipuleggja fíkniefnavarnir okkar og þar með verða nokkurs konar hönnunarkostnaður verkefnisins. Síðan er ríkisstjórninni best að draga fram margföldunartöfluna þegar til framkvæmda kemur, ef duga skulu. Jónas Hallgrímsson, prófessor. 10 HEILBRIGÐISMÁL 3/1996

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.