Heilbrigðismál - 01.09.1996, Blaðsíða 11
Morgunblaðið (Einar Falur Ingólfsson)
Guðrún Bjömsdóttir er elst íslendinga
Sló met Halldóru Bjamadóttur í byrjun desember
Sunnudaginn 20. október 1996 var haldið upp á það
á dvalarheimilinu Betel í Gimli í Manitóbafylki í Kan-
ada að Guðrún Björg Björnsdóttir Arnason átti 108 ára af-
mæli. Guðrún fæddist í Vopnafirði og var á fimmta ári
þegar fjölskylda hennar flutti til Vesturheims, með
skipinu Thyra. Guðrún giftist Vilhjálmi Árnasyni árið
1915. Þau bjuggu við Winnipegvatn og eignuðust níu
börn. Hún hefur tvisvar komið í heimsókn til Islands,
1957 og 1965, þá 76 ára. Guðrún var djákni í kirkju lút-
herska safnaðarins í Gimli í áratugi. „Eg heiti íslensku
nafni, er alíslensk og hef alltaf talað íslensku," sagði
Guðrún í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins sem
heimsótti hana í sumar.
í byrjun desember sló Guðrún met Halldóru Bjarna-
dóttur á Blönduósi en hún var 108 ára og 44 daga þegar
hún lést í nóvember 1981. Segja má að Guðrún eigi Is-
lendingamet í langlífi en Halldóra eigi Islandsmetið.
Hvað sem öðru líður hefur Guðrún náð hæstum
aldri Vestur-íslendinga. Næst henni kemur sennilega
Jóhanna Stefánsdóttir Sölvason úr Skagafirði, fædd að
Eyhildarholti 4. desember 1873. Hún var orðin 107 ára
þegar hún lést, í júlí 1981. Maður Jóhönnu, Sigurður
Sölvason, varð 101 árs. Þau bjuggu í Wynyard í Saska-
tchewan í Kanada og varð þeim fjögurra barna auðið.
Þegar Jóhanna og Sigurður héldu upp á 70 ára brúð-
Ljósmyndari Morgunblaðisns, sem tók þessa mynd
af Guðrúnu Björgu Björnsdóttur Arnason í sumar,
sagði að hún hefði þá verið ágætlega hress og borið
aldurinn með reisn. Húir var enn hin hressasta í des-
ember 1996, samkvæmt upplýsingum frá Gimli.
kaupsafmæli sitt árið 1965 þótti það miklum tíðindum
sæta og þau fengu meðal annars heillaóskaskeyti frá
Elísabetu Englandsdrottningu og heiðursskjal frá fylk-
isstjórninni.
Auðbjörg Guðnadóttir náði einnig mjög háum aldri.
Hún var fædd í Árnessýslu 23. júní 1871, fór til Reykja-
víkur og eignaðist þar son (Pálma Ólafsson, f. 1898, d.
1989). Auðbjörg flutti vestur um haf árið 1911, kom
aldrei heim en skrifaðist á við son sinn og fleiri. Hún
var enn á lífi í Bandaríkjunum árið 1978, þá orðin 107
ára, en ekki hefur tekist að fá upplýsingar um dánar-
dag hennar. Meðal bræðra Auðbjargar voru Kristinn
Guðnason verksmiðjueigandi í Bandaríkjunum og Jón
Guðnason fisksali í Reykjavík.
Guðrún Einarsdóttir Guðmundsson, sem var fædd í
Breiðdal 18. mars 1877, varð rúmlega 105 ára. Hún flutt-
ist með foreldrum sínum til Vesturheims og giftist
Finnboga Guðmundssyni. Þau bjuggu fyrst í Norður-
Dakota en síðan 1917 í Mozart í Saskatchewan og eign-
uðust sex börn.
Eins og sést af meðfylgjandi töflu raða vestur-ís-
lenskar konur sér í þrjú af fjórum efstu sætunum á skrá
um þá íslendinga sem lengst hafa lifað.
Af þeim sem búa á Islandi og voru á lífi í desember
1996 er Kristín Hallgrímsdóttir í Eyjafirði elst, en hún
varð 104 ára í október. Þórður Kristleifsson í Reykjavík er
elstur karla, hann varð 103 ára í mars. -jr.
Helstu heimildir: Vestur-íslenskar æviskrár. Skagfirskar æviskrár. Lög-
berg-Heimskringla 23. maí 1974. Morgunblaðið 14. október 1978 og 1.
september 1996. Heilbrigðismál 1-2/1994, bls. 6. Páll Lýðsson. Jón Örn
Jónsson ræðismaður í Saskatchewan. Neil Bardal ræðismaður í Mani-
toba. Gunnhildur Lorensen ræðismaður í Kaliforníu.
íslendingar sem lengst hafa lifað
Guðrún Björnsdóttir Halldóra Bjarnadóttir Kanada Blönduósi 108 ár 108 ár og 44 daga
Jóhanna Stefánsdóttir Auðbjörg Guðnadóttir Kanada Bandaríkjunum 107 ár og 234 daga 107 ár
Guðrún Þórðardóttir Aldís Einarsdóttir Helga Brynjólfsdóttir Jenný Guðmundsdóttir María Andrésdóttir Húsavík Eyjafirði Hafnarfirði Garðabæ Stykkishólmi 106 ár og 320 daga 106 ár og 300 daga 106 ár og 184 daga 106 ár og 81 dag 106 ár og 43 daga
Sigurður Þorvaldsson Guðriin Einarsdóttir Valgerður Friðriksdóttir Skagafirði Kanada Akureyri 105 ár og 333 daga 105 ár og 288 daga 105 ár og 186 daga
HEILBRIGÐISMÁL 3/1996 11