Heilbrigðismál - 01.09.1996, Side 15
Bið verður á því að ný heilsu-
gæslustöð verði tekin í notkun í
Smárahvammi í Kópavogi. Fjár-
veitingin fyrir árið 1997 nægir
ekki til að ljúka framkvæmdum.
Enn er verið að byggja:
Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna króna
I
I
Á fjárlögum sem samþykkt voru
á Alþingi í desember eru veittar
samtals 903 milljónir króna til
stofnkostnaðar og tækjakaupa á
heilbrigðisstofnunum árið 1997, þar
af eru á þriðja hundrað milljónir
króna til framkvæmdasjóðs aldr-
aðra. I heild er þetta heldur hærri
fjárhæð en árið áður. Þessu til við-
bótar greiða sveitarfélög hluta af
byggingarkostnaði þannig að áætla
má að að framkvæmdir og aðrar
fjárfestingar nemi um eða yfir ein-
um milljarði króna. Er þá ekki tal-
inn með kostnaður við viðhald.
Ríkisspítalar fá 60 milljónir króna
til nýframkvæmda, sem meðal ann-
ars fara til að ljúka gerð lagnagangs
á Landspítala, en auk þess er 169
milljóna króna framlag tii tækja-
kaupa. Þar er meðal annars um að
ræða endurnýjun á æðarannsókn-
astofu, greiðslu á láni vegna endur-
nýjunar á línuhraðli og kaup á bún-
aði vegna hjartaaðgerða á börnum.
Sjúkrahús Reykjavíkur fær 85
milljónir króna til kaupa á tækjum
og búnaði en ekki er sérstök fjár-
veiting til nýframkvæmda.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
fær 10 milljónir króna til tækja-
kaupa og 35 milljónir króna vegna
nýbyggingar, en áætlað er að heild-
arkostnaður við hana sé um hálfur
milljarður króna.
Til byggingar sjúkrahúsa, heilsu-
gæslustöðva og læknisbústaða eru
veittar 156 milljónir króna. Þar ber
fyrst að telja svonefnda D-álmu við
Sjúkrahús Suðurnesja. Suðurnesja-
menn hafa lagt mikla áherslu á
þessa framkvæmd, sem nú virðist
fara að hylla undir með 26 milljón
króna fjárveitingu. Byggingakostn-
aður er áætlaður á fjórða hundrað
milljónir króna. Rúmar 20 milljónir
króna fara til nýbyggingar fyrir
heilsugæslustöð í Fossvogi í
Reykjavík, 15 milljónir til að ljúka
við heilsugæslustöð að Laugarási í
Biskupstungum og 14 milljónir til
framkvæmda við sjúkrahús og
heilsugæslustöð í Stykkishólmi.
Stefnt er að því að ljúka á árinu
1997 innréttingu þriðju hæðar
nýbyggingar við sjúkrahús og
heilsugæslustöð á Blönduósi og er
fjárveiting til þess 12 milljónir
króna. Á Hvammstanga er að ljúka
framkvæmdum við stækkun
sjúkrahússins og er fjárveiting nú
3,5 milljónir króna. I Smárahvammi
í Kópavogi er risið hús fyrir nýja
heilsugæslustöð en tæplega 12
milljóna króna fjárveiting nægir
ekki tii að ljúka framkvæmdunum.
Á fjárlagalið sem nefnist „sjúkra-
hús með fjölþætta starfsemi" er 80
milljóna króna fjárveiting til stofn-
framkvæmda vegna endurskipu-
lagningar. Til „heilsugæslustöða al-
mennt" er veitt 31 milljón til tækja
og búnaðar.
Þá er í fjárlögunum veitt heimild
til að kaupa húsnæði vegna upp-
byggingar heilsugæslu á höfuð-
borgarsvæðinu og til kaupa á við-
bótarhúsnæði fyrir heilsugæslu-
stöðina Sólvang í Hafnarfirði.
Nú er verið að ljúka við nýja
heilsugæslustöð að Laugarási í
Biskupstungum.
HEILBRIGÐISMÁL 3/1996 15