Heilbrigðismál - 01.09.1996, Page 16
Til vamar vísindunum
Grein eftir Arna Björnsson
Víða gætir nú vaxandi vantrúar á
meðal almennings á vísindum, ekki
síst læknavísindum. Hvers vegna?
Hafa þær vonir, sem menn gerðu
sér um árangur vísindamanna til
að bæta lífið á jörðinni allt fram yfir
miðja öldina, ekki ræst? Hefur sá
heimur, sem vísindi gáfu fyrirheit
um, ekki orðið að veruleika, og
hafa vísindi e.t.v. skapað fleiri
vandamál en þau hafa leyst?
Almenningur hefur alist upp í
þeirri trú, að vísindum beri að
treysta, en þegar í ljós kemur, að
kenningar vísindamanna stangast á
og að kenning, sem talin er góð og
gild í dag, stenst ekki á morgun,
skapar það tortryggni. Sérstaklega
á þetta við um vísindalegar kenn-
ingar, sem snerta daglegt líf og
hvernig því beri að lifa, svo að það
verði gott og helst langt.
Nú getur menn greint á um,
hvað sé „gott líf", en í huga flestra
er það líf gott, sem felur í sér sem
minnst af streitu og sjúkdómum.
Til þess að lifa góðu lífi þarf ein-
staklingurinn því að vera líkamlega
og andlega heill og búa í þjóðfélagi,
sem býr honum og fjölskyldu hans
viðunandi lífskjör, en þau eru, auk
frumþarfa, aðgangur að þeim gæð-
um, sem nútímamaðurinn vill hafa
aðgang að og sem oftar en ekki eru
afurðir vísinda.
Mest af þeirri vantrú og tor-
tryggni, sem beinist að vísindum,
stafar af misskilningi á eðli þeirra.
Vísindi eru ekki eins og almennt
virðist vera útbreidd skoðun, óum-
breytanlegar staðreyndir, heldur
vinnuaðferðir til þess að leita að
staðreyndum eða sannleika. Þegar
vinnuaðferð hefur leitt til þess, að
staðreynd hefur fundist og verið
sannreynd, er sú staðreynd ekki
lengur vísindi, heldur afurð vís-
inda. Sú afurð þarf þó ekki að vera
lokaafurð, því að hægt er með vís-
indalegum aðferðum að þróa hana
áfram eða að þróa út frá henni
skyldar vísindaafurðir.
Almenningur er að jafnaði tóm-
látur um vísindi, sem ekki snerta
hann beint sjálfan á einn eða annan
hátt. Þegar um er að ræða vísindi,
sem hafa bein áhrif á einstakling-
inn, er áhugi hans hins vegar mikill
og auðvakinn. A þetta sérlega við
um vísindi, sem tengjast lífi og
heilsu manna.
Lífið er tímabilið á milli fæðingar
og dauða, og þetta tímabil er við-
fangsefni heilbrigðisvísinda. Um
það, sem gerist á þessu bili, og
hvers vegna það gerist, er til
ógrynni tilgátna og kenninga, en
miklu minna er til af staðreyndum,
og það eigum við oft erfitt með að
sætta okkur við. Við heimtum af
vísindum, að þau gefi okkur svör
við sem flestum spurningum, ef
ekki öllu. Því meira sem vísindin
láta á sér bera þeim mun sterkari
verður krafan. Standist kenningar
ekki, kennum við vísindum um og
glötum trúnni á þau.
Við, sem höfum lifað og starfað
við heilbrigðisvísindi mestalla
starfsævi, vitum, að þar hefur margt
gerst. Þekking okkar á starfsemi
líkamans og þar með lífinu hefur
aukist hratt og aðferðir til að laga
það, sem úrskeiðis fer, hafa batnað
og nýjar bæst við. Það, að meðal-
ævi mannsins hefur lengst, má
a.m.k. að nokkru leyti rekja til
framfara í heilbrigðisvísindum. En
hafa vísindin bætt lífið? Oánægjan
bendir ekki til, að svo sé; - en er
það víst? Það, að uppfylla þarfir,
eykur ekki alltaf ánægju, en getur
aftur á móti kallað á kröfu um upp-
fyllingu fleiri þarfa. Óánægja þarf
alls ekki að vera vottur um ófull-
nægjandi líf haldur þvert á móti.
Það þarf nefnilega ákveðin félags-
leg skilyrði til að vera óánægður og
til að láta óánægju sína í ljós, og
þessi skilyrði þurfa alls ekki öll að
vera neikvæð.
Fram um miðja þessa öld fengust
læknar einkum við lækningar. Þeir,
sem fengust við vísindastörf, gerðu
það í hjáverkum og fæstir nutu til
þess annarrar aðstoðar en húsnæð-
is á stofnuninni, sem þeir störfuðu
við. Hvatinn var oftast þekkingar-
leit, en einnig stuðluðu slík störf
að starfsframa, þó þau gæfu ekki
mikið í aðra hönd. Yfirleitt var lítð
gert í því að flíka þessum störfum
Frá tilgátu til sönnunar
Nánast öll vísindi byrja á til-
gátu sem kviknar oftast í tengsl-
um við þau viðfangsefni, sem
verið er að fást við, og ferlið er
mjög svipað hvort sem um er að
ræða svokölluð hugvísindi eða
raunvísindi.
Sem dæmi um hugvísindi má
taka leitina að höfundi Njálu.
Sagnfræðingur setur fram til-
gátu, um að Snorri Sturluson
hafi verið höfundur Njálu. Með
sagnfræðilegum aðferðum býr
hann svo til kenningu í þá veru,
sem hann reynir að sanna. Þeg-
ar honum finnst hann hafa safn-
að nægilega miklum sönnunar-
gögnum setur hann kenninguna
fram. Verði sagnfræðingar sam-
mála um kenninguna, og að
sagnfræðilega rétt hafi verið að
því staðið að sanna það, er vís-
indum lokið og eftir stendur
staðreynd um höfund Njálu.
Teljist kenningin hins vegar
ekki sönnuð heldur leitin áfram.
Raunvísindi eru frábrugðin
hugvísindum að því leyti að
hægt er að styðja kenningar
með tilraunarökum, en tilraunir
verða að hlýta ákveðnum lög-
málum. Á. B.
16 HEILBRIGÐISMÁL 3/1996