Heilbrigðismál - 01.09.1996, Síða 25
Hvað má lesa úr umbúðamerkingum?
Grein eftir Brynhildi Briem
Utan á umbúðum matvæla er oft
að finna fróðlegar upplýsingar sem
neytendur geta kynnt sér til að
fræðast um efnasamsetningu, inni-
hald, geymsluþol og meðferð vör-
unnar. Akveðnar reglur gilda um
hvernig þessar merkingar eiga að
vera. (1,2) Meðal upplýsinga sem
gefnar eru á umbúðum matvæla
eru innihaldslýsingar og oft er nær-
ingargildi vörunnar líka gefið upp.
Geymsluþol og geymsiuskilyrði
skulu einnig koma fram.
Lýsing á innihaldi veitir greinar-
góðar upplýsingar um samsetningu
vörunnar. Hráefni, aukefni og önn-
ur efni skulu skráð og þeim raðað
eftir minnkandi magni. Standi í
innihaldslýsingu að í vörunni sé til
dæmis vatn, ávaxtasafi, sykur og
bragðefni þá vitum við að mest er
af vatninu, síðan kemur ávaxtasaf-
inn svo sykurinn og loks bragðefn-
in. Ef ávaxtasafinn hefði verið tal-
inn fyrstur, á undan vatninu, gæfi
það til kynna að mest væri af hon-
um. Þessar merkingar gefa ekki til
kynna hve mikið er af hverju fyrir
sig í vörunni heldur eingöngu inn-
byrðis hlutföll.
í innihaldslýsingum á alltaf að
telja upp öll hráefni sem í vörunni
eru. Þó eru undantekningar frá
Helstu hugtök
Merkingar á umbúðum matvæla geta
verið á íslensku, ensku eða Norður-
landamáli. Hér er þýðing á nokkrum
algengum hugtökum:
fslenska Enska Danska
orka energy energi
kolvetni carbohydrate kulhydrat
sykur sugar sukker
trefjar fibre kostfibre
fita fat fedt
mettuð fita saturated fat mætted fedt
prótein protein protein
natríum sodium natrium
vítamín vitamins vitaminer
steinefni minerals mineraler
þessu. Ef samsett hráefni er minna
en 25% af nettóþyngd vörunnar er
heimilt að merkja það undir eigin
heiti (til dæmis brauðrasp). Undan-
tekningin gildir þó ekki þegar
nauðsynlegt er fyrir neytandann að
fá rétta hugmynd um samsetningu
vörunnar. Þannig skal telja upp
aukefni úr þessu samsetta hráefni
ef þau gegna tæknilegu hlutverki í
lokaafurðinni. Eftirtalin innihalds-
efni og afurðir úr þeim, sem geta
valdið ofnæmi eða óþoli, skal alltaf
merkja ef þau eru í vörunni: Mjólk,
fiskur, egg, sojabaunir, skeldýr,
jarðhnetur, möndlur, hnetur, hafrar,
bygg, rúgur og hveiti.
Ef einhver fullyrðing um næring-
argildi matvöru kemur fram í
merkingu, kynningu eða auglýs-
ingu er skylt að gefa einnig upp
næringargildi vörunnar. Sem
dæmi um slíka fullyrðingu má
nefna þegar vörur eru kallaðar létt-
ar eða sykurlausar. f öðrum tilfell-
um getur framleiðandinn sjálfur
valið hvort næringargildi vörunnar
komi fram á umbúðunum. Margir
framleiðendur velja að setja þessar
upplýsingar á allar sínar vörur.
Þetta eru upplýsingar um hve
mikla orku varan gefur, hvað hún
inniheldur mikið af orkuefnum og
hve stór hluti af kolvetnunum er
sykur og hve mikill hluti af fitunni
er mettaðar fitusýrur. Þá skal einn-
ig koma fram magn af trefjum og
natríum og stundum einnig magn
vítamína og steinefna.
Orkan er gefin upp í kílókaloríum
(kkal) og kílójoulum (KJ). Þetta eru
tvær mismunandi einingar fyrir
orku, 1 kkal jafngildir 4,2 KJ. Flest-
um hér á landi er eðlilegra að nota
kkal en þær eru í daglegu tali
nefndar kalóríur eða hitaeiningar.
Til að gefa vísbendingu um hversu
mikla orku við þurfum má ætla að
meðalorkuþörf kvenna sé 2000
kílókaloríur á dag en 2700 kíló-
kaloríur fyrir karla.
Orkuefnin eru þrjú: Kolvetni, fita
og prótein. Jafnframt notar líkam-
inn það síðasttalda til að byggja
upp vöðva. Hluti af kolvetnunum
getur verið sykur en það er einföld
gerð kolvetna sem hefur þann
ókost að vera bætiefnalaus og
stuðla að tannskemmdum. Sumar
trefjar eru líka kolvetni en þar sem
þær gefa að öllu jöfnu ekki orku
eru þær ekki taldar með kolvetnun-
um. Trefjar hafa ýmiss konar hlut-
verki að gegna t.d. vinna sumar
þeirra gegn hægðatregðu en aðrar
stuðla að lækkun á blóðfitu
(kólesteróli í blóði). Fitan getur
bæði verið hörð eða mjúk viðkomu.
Fita sem inniheldur mikið af mett-
uðum fitusýrum er hörð. Sem
dæmi um harða fitu má nefna tóig
en matarolía er mjúk. Astæðan fyrir
því að mettaðar fitusýrur er sér-
staklega tilgreindar í merkingu
matvæla er sú að mikil neysla á
harðri fitu getur stuðlað að aukinni
blóðfitu. Aukin blóðfita er svo einn
áhættuþáttur fyrir hjarta- og æða-
sjúkdóma.
Ef bætiefni, vítamín og steinefni,
eru í matvörum svo nokkru nemi
er heimilt að merkja þau á umbúð-
ir. Hægt er að gefa þau upp sem
hundraðshluta af ráðlögðum dag-
skammti, RDS, sem er það magn
bætiefnis sem á að fullnægja þörf-
um alls þorra heilbrigðs fólks.
Natríum, sem stundum er nefnt í
Innihald: Sykur, maísmjöl, kakóduft,
síróp, hveitisterkja, baðmullarfræolía og
sojaolía (hertar að hluta), salt, frúktósi,
litarefni, (E162, 150), sýrur(E341b,
339c), lyftiefni (E500), C-vítamin,
bragðefni, sink, járn, níasin, Bg-vitamín,
B-i-vítamín, B2-vítamin, fólasín,
Bi2-vítamin, þráavarnarefni (E321).
Nýmjólk, gerilsneydd, fitusprengd
Næringargildi í 100 g:
Orka 280 kJ/67 kkal
Prótein 3,4 g
Kolvetni 4,5 g
Fita 3.9 g
%Rns*
B2-vítamín 0,16 mg 10,0
Kalk 114 mg 14,3
Fosfór 95 mg 11.9
* Mlutfall af ráölögðum dagskammti
KÆLIVARA
0-4°C
HEILBRIGÐISMÁL 3/1996 25