Heilbrigðismál - 01.09.1996, Page 26

Heilbrigðismál - 01.09.1996, Page 26
vörumerkingum matvæla, er stein- efni sem við þekkjum best sem hluta af matarsalti. Astæðan fyrir því að það er tekið fram í þessum upplýsingum er sú að mikil neysla á natríum getur hækkað blóðþrýst- ing og þess vegna er fólk hvatt til að nota það í hófi. Rétt er að neyt- endur hafi í huga að 1 gramm af natríum fæst úr 2,5 grömmum af matarsalti (hálfri teskeið). Nauðsynlegt er að vita hversu lengi varan geymist og hvar á að geyma hana. Þess vegna á bæði að gefa upp geymsluþol og geymslu- skilyrði á umbúðum matvæla. Þar sem matvörur eru misjafn- lega viðkvæmar er geymsluþolið merkt á mismunandi hátt. Við- kvæmar vörur (kælivörur sem hafa fimm daga geymsluþol éða skemmra) skal merkja með „síðasti neysludagur". Sá dagur sýnir lok þess tímabils sem varan heldur gæðum sínum. Önnur matvæli skal merkja með „best fyrir" eða „best fyrir lok". Jafnframt á að merkja allar kælivörur sem hafa þriggja mánaða geymsluþol eða skemmra með „pökkunardagur". Þarna er gefið til kynna lágmarksgeymslu- þol vörunnar en hún getur verið neysluhæf eftir þann tíma. En eng- in regla er án undantekninga. Þannig eru nokkrar fæðutegundir undanskyldar merkingum á geymsluþoli. Sem dæmi má nefna ferska ávexti og grænmeti, ýmsar gerðir af sælgæti svo og bökunar- vörur sem að öllu jöfnu er neytt innan sólarhrings frá framleiðslu. Þá er nauðsynlegt að vita hvar geyma skuli vöruna. Þess vegna eru geymsluskilyrði gefin upp á um- búðunum. Vara er ýmist merkt „kælivara" ef hún á að geymast í ís- skáp eða „frystivara" ef hún á að vera í frysti. Vörur sem geyma á við stofuhita er ekki nauðsynlegt að merkja með upplýsingum um geymsluskilyrði. Að lokum skal þess getið að merkingin á að vera á umbúðum matvæla eða viðföstum merkimiða og hún á að vera greinileg og læsi- leg. Hún má ekki blekkja neytand- ann hvað varðar eðli, eiginleika, samsetningu né uppruna vörunnar svo eitthvað sé nefnt. Upplýsingar um framleiðsluland skulu koma fram ef nauðsynlegt er til að gefa hugmynd um uppruna vörunnar. Ef til dæmis er notað útlent kjöt í íslensk álegg á að geta um upp- runalandið. Upplýsingar á máli sem fáir tala hér á landi (t.d. kín- versku) koma okkur að litlum not- um. Þess vegna segir í reglugerð að þær skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli, öðru en finnsku. Þessar reglur gilda jafnt fyrir inn- lendar sem innfluttar matvörur. Ef vörur eru fluttar inn frá löndum þar sem gilda aðrar reglur en hér á landi, eins og t.d. frá Bandaríkjun- um, þarf því að breyta merkingun- um fyrir íslenskan markað. Tilvitnanir: 1. Reglugerð um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla, nr. 588/1993. 2. Reglugerð um merkingu næringargildis matvæla, nr. 586/1993. Brynhildur Briem er mntvæla- og næringarfræðingur að mennt og lektor við Kennaraháskóla Islands. blómauol • Fagmennska og ferskleiki • Hnossgæti úr öllum heimshornum • íslenskt grænmeti, ferskt og safaríkt • Heilsuvörur og fæðubótaefni 26 HEILBRIGÐISMÁL 3/1996 HÖNNUN ODDI HF.

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.