Heilbrigðismál - 01.09.1996, Qupperneq 28
Pálmi Guðmundsson
Er þunglyndi algengt meðal aldraðra?
Grein eftir Hallgrím Magnússon
Faraldsfræðin er ein af undir-
stöðum læknavísindanna. Hún
fjallar um hegðun sjúkdóma í hóp-
um fólks, meðan aðrir hlutar lækn-
isfræðinnar fjalla um hegðun sjúk-
dóma í einstaklingunum sjálfum.
Hóparnir geta verið mismunandi
stórir. Þekking á tíðni og dreifingu
sjúkdóma í þjóðfélaginu í heild er
oft mjög gagnleg. Skipulag heil-
brigðisþjónustunnar verður mark-
vissara og árangursríkara ef tekið
er tillit til þessara þátta.
Tvö helstu hugtökin sem notuð
eru í faraldsfræði til að lýsa tíðni
sjúkdóma í þjóðfélaginu eru al-
gengi og nýgengi. Algengi er skil-
greint sem fjöldi sjúkdómstilfella í
ákveðnum hópi á ákveðnum tíma.
Nýgengi er hins vegar skilgreint
sem fjöldi nýrra tilfella á ákveðnu
tímabili.
Sú tegund faraldsfræðinnar sem
lýsir tíðni og dreifingu sjúkdóma í
stórum hópum er nefnd lýsandi
faraldsfræði en með greinandi faralds-
fræði er reynt að leita að orsökum
sjúkdóma. Ef sjúkdómurinn hegðar
sér á mismunandi hátt milli hópa
með mismunandi eiginleika getur
það verið visabending um orsök.
Þegar um er að ræða geðsjúkdóma
er þó sjaldnast um eina orsök að
ræða heldur samspil margra mis-
munandi orsakaþátta, sem stundum
eru kallaðir áhættuþættir.
Síðustu áratugi hefur meðalaldur í
vestrænum þjóðfélögum verið hækk-
andi vegna þess að fólk er almennt
eldra þegar það deyr og auk þess
hefur ungbarnadauði minnkað.
Fyrir tíu til tuttugu árum varð því
ljóst að öldruðum átti eftir að fjölga
mikið á næstu áratugum. Athyglin
beindist ekki síst að geðsjúkdóm-
um, fyrst og fremst að heilabilun og
þunglyndi.
Stjórnmálamenn gerðu sér grein
fyrir að hér var um yfirvofandi
vandamál að ræða og voru tilbúnir
til að styrkja rannsóknir af þessu
tagi. Lýsandi faraldsfræði var mest
beitt og voru birtar margar vel
unnar rannsóknir á þessu sviði. Eft-
ir tíu ár mátti segja að tíðni þung-
lyndis og heilabilunar hjá öldruð-
um væri þokkalega vel kortlögð í
flestum vestrænum löndum og
einnig sums staðar í Asíu.
Fyrir tæpum áratug fór að bera
meira á rannsóknum sem voru
skipulagðar með það fyrir augum
að finna vísbendingar um orsakir
eða áhættuþætti fyrir heilabilun
eða þunglyndi. Dæmi um þetta eru
t.d. rannsóknir þar sem athugað er
hvort orsakasamband geti verið á
milli Alzheimers sjúkdóms og
neyslu fæðu eða vatns sem inni-
héldur mikið af áli. Margar rann-
sóknir hafa verið gerðar á þessu en
menn eru ekki sammála um hvern-
ig túlka beri niðurstöður.
Hér á landi hafa verið gerðar
nokkrar faraldsfræðilegar rann-
sóknir á geðsjúkdómum aldraðra
og verða helstu niðurstöður varð-
andi þunglyndi nefndar hér. Ein
stór faraldsfræðileg rannsókn (sjá
heimildaskrá) hefur verið gerð hér
á landi og vakið talsverða athygli
víða um lönd vegna þess að skipu-
lag hennar er einstakt og óvíða
annars staðar hægt að gera slíkar
rannsóknir. Aðaleinkenni hennar
var að hún náði til allra á ákveðn-
um aldri í heilu þjóðfélagi. I þessari
rannsókn var geðheilsa alls fólks á
landinu sem fætt var árin 1895,1896
og 1897 skoðuð mjög rækilega, og
öllum fylgt eftir í áratugi. Vegna
góðrar skráningar féllu sárafáir út
úr rannsókninni.
Flestar aðrar faraldsfræðirann-
sóknir á Islandi hafa miðað að ein-
hverju öðru en geðsjúkdómum, en
hafa þó að geyma ýmsar upplýs-
ingar, sem varða geðheilsu. I hóp-
rannsókn Hjartaverndar, hefur ver-
ið spurt um þunglyndi, en niður-
stöður þeirrar rannsóknar liggja
ekki fyrir ennþá. Nýlega hefur verið
birt á vegum Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins könnun á
heilsufari á öldrunarstofnunum,
þar sem spurt var um geðheilsu, en
sjúkdómsgreiningar ekki gerðar.
Samkvæmt stóru rannsókninni
eykst algengi þunglyndis úr rúmum
4% við 61 árs aldur í tæp 9% við 87
ára aldur. Ekki er vitað hvað veldur
þessari aukningu en ýmsir ytri
þættir, sem geta haft áhrif á þung-
lyndi, voru athugaðir. Til dæmis
kom í ljós að ekki var munur á al-
gengi þunglyndis eftir því hvort
fólk bjó í borg eða sveit. Þá kom í
ljós sú óvænta niðurstaða að fólk
sem bjó eitt var sjaldnar þunglynt
en aðrir, en eins og vænta mátti var
þunglyndi mjög algengt á stofnun-
um. Hins vegar var einmanaleiki
algengastur hjá þeim sem bjuggu
einir, eins og við var að búast. Þess-
ar niðurstöður má túlka á ýmsa
vegu. Til dæmis er hægt að líta svo
á að fólk sem um áttrætt getur búið
eitt sé heilsuhraustara til líkama og
sálar en þeir sem verða að vera hjá
ættingjum sínum eða á stofnun, og
þess vegna sé fólk í þessum hópi
sjaldnar með þunglyndi. Algengi
þunglyndis hjá fólki á áttræðis-
aldri, sem dvelur á stofnun, er
hærra en í heimahúsum. Þetta
rennir stoðum undir þá tilgátu að
28 HEILBRIGÐISMÁL 3/1996