Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 12
10
SAMTÍÐIN
Og þótt mér verði þar alt að ís,
hver ósk og von og minning,
eitt á ég þó, sem aldrei frýs,
það er þessi forna kynning.
Þessar vísur minna mig ósjálfrátt
á skáldið, sem fæddist í byrjun 19.
aldar undir hraundröngunum norð-
ur í Öxnadal. En í því sambandi vakn-
ar líka ömurleg tilhugsun um það, að
sá hinn sami maður andaðist í sárri
örbirgð og tómlæti úti í Kaupmanna-
höfn, og að enginn veit nú framar
um legstað hans. — Annað höfuð-
skáld sitt mistu íslendingar þannig,
að það dó í beitarhúsum norður í
Skagafirði fyrir réttum 60 árum, og
átti það sér þá eigi veglegra hæli.
Þriðja skáldið dó í skorti í Reykja-
vík árið 1846 o. s. frv. — Slíkar stað-
reyndir eiga vonandi ekki eftir að
endurtakast, heldur aðeins að vera
oss til varnaðar framvegis.
Sleppum því. En er nú ekki kom-
inn tími til, að Erni Arnarsyni sé
einhver viðurkenning sýnd? Hann
má ekki gjalda hæversku sinnar né
þess, að honum virðist vera ósýnt um
að trana sér fram. En ljóð hans eru
tvímælalaust þannig gerð, að hann
á skilið, að honum sé sómi sýndur í
lifanda lífi. S. Sk.
•****»****************************t**************»**************************************»*
Ý t
Það svívirðilegasta, sem hægt £
% er að láta sér detta í hug um !•!
* mennina, er, að þeir eigi sér *
Ý ekkert andlegt eðli. En það ❖
;j; heimskulegasta er að hugsa sér, ;j;
*j; að þeir séu gersneyddir dýrs- £
X eðlinu. Ruskin. ;s;
Vísur um Vatnsdal.
[Eftir frásögn frú Ingunnar Jónsdóttur
frá Kornsá.]
Sem dæmi þess, hve ólíkum augum
sami maður lítur hið sama við mis-
munandi tækifæri, má nefna tvær vís-
ur eftir skáldkonuna, Ólöfu Sigurðar-
dóttur frá Hlöðum. Fyrri vísuna orti
hún um haust, en þá um sumarið
hafði hún verið í kaupavinnu á ein-
hverjum bæ í Vatnsdal í Húnavatns-
sýslu og var þá heilsulítil, þreytt og
döpur í bragði. Sú vísa er á þessa
leið:
Ég hef geð sem járnkalt haust,
jarðarfreðinn gróði,
Vatnsdal kveð ég kærleikslaust
köldu meður blóði.
Seinna kom skáldkonan í Vatns-
dal, og var það um vor. Þá var dal-
urinn blómlegur, enda kvað Ólöf þá
vísu, sem er furðu ólík hinni fyrri:
Faðm þú breiðir móti mér
mikli fjallasalur,
ástarheilsun inni’ eg þér
unaðsfagri dalur.
Fleirum en Ólöfu frá Hlöðum hefir
þótt Vatnsdalurinn fagur, og þau
bönd hafa jafnan verið sterk, er
tengdu Vatnsdælinga við dalinn sinn.
Svo kvað Benedikt Sigfússon, er
hann kom norður í Vatnsdal á efri
árum sínum eftir margra ára dvöl í
Reykjavík:
Til að kveðja kanske’ í hinsta sinn
kæra gamla, fagra dalinn minn,
sem ég ann svo hjartanlega heitt
hefur guð mér tækifæri veitt.