Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 24
22 SAMTÍÐIN sonar, Grautar Halli, Grafminning, Kláusarvísur, Sigurðarvísur, Vísur til Odds Hjaltalíns og Aravísur. Hér verður þess vart, að Bjarni gat átt það til að vera hæðinn, enda þótt slíkt sé ekki drottnandi einkenni á kveðskap hans. Grafminning sýnir oss líka, að Bjarni gat verið alt ann- að en sorgbitið erfiljóðaskáld. Hún er á þessa leið: Getinn í pukri eins og allir, aleinn í pukri fæðast vann, í pukri saug og drakk úr dalli, dafnaði’ í pukri allvel hann, kvæntist í pukri’, í pukri dó, i pukri liggur hér með ró. Þetta kvæði dregur nokkurn dám af orðaleikjum, sem koma fyrir í latínu- kveðskap. Bjarna Thorarensen var ekki lagið að yrkja um íslenska náttúrufegurð, þó að hann elskaði ekki einungis Fljótshlíðina, heldur og landið í heild sinni. Hér skildi hann og Jónas Hall- grímsson. Það er býsna ólíkur blær á Fljótshlíðarkvæði Bjarna og lýs- ingu þeirri á Hlíðinni, sem Jónas hef- ir greipt inn í kvæðið Gunnarshólma, og hefir Bjarni þó vafalaust vandað sig eftir föngum, þar sem hann minn- ist Hlíðarinnar í upphafi kvæðisins. En engan mun furða, þótt hann væri ekki í þessum efnum jafnoki Jónas- ar, náttúrufræðingsins, sem kunni betur en aðrir menn að laða fram í kvæðum sínum töfra lands vors. Ekki skorti Bjarna Thorarensen viðkvæmni, eins og m. a. kemur fram í kvæðinu Sálmur Davíðs, tuttugasti og þriðji. Það byrjar svona: Herrann er minn hirðir, hvergi mun mig bresta, lætur á grænum grundum mig ganga til beitar og mig leiðir Ijúfur lind að rennandi, drottinn, velur mér svo vökvann að vatnsbóli hreinu. En síðasta erindi kvæðisins er á þessa leið: Mun, það eftir er ævi ólifað minnar, gæska góð og miskunn ganga mér í sporum. Mun ég æ, uns aldir allar af jörðu hverfa, í höllu drottins hárri heimili eiga. Svo hjartnæmt og innilega kvað lögfræðingurinn og dómarinn, sem öll manndómsár sín átti sér „ból uppi á jökultindi" hefðarinnar, þar, sem nöðrur öfundar og kotungshátt- ar nístu hann löngum, enda getur hann óvildarmanna sinna í kvæðinu. IV. Á það skortir mjög, að til sé við- unandi ævisaga um Bjarna skáld Thorarensen, og er hann þó einn hinn glæsilegasti maður í þjóðskáldaröð íslendinga. Jónas Hallgrímsson kall- aði Bjarna „þrekmennið glaða“ og felst í þeim orðum brot af hárréttri mannlýsingu. En til þess að unt sé að skrifa ævisögu Bjarna, þarf að gera mikla rannsókn um ætt hans, öld og ævistarf. Við samning þessa greinarkorns hefi ég ekki stuðst við önnur gögn en ljóðabók Bjarna frá

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.