Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 22
20 SAMTÍÐIN Bellmans, sem þó eru frá 18. öld. En þarna er Bjarni í fjötrum upplýs- ingaraldarinnar og skilur þar m. a. kveðskap hans og Jónasar Hallgríms- sonar, hins ódauðlega snillings bundna málsins, sem gat leyft sér að líta með háðbrosi um öxl sér til þeirra skálda, sem flæktust í vöfum braga- málsins. Bjarna Thorarensen var stirt um að yrkja, og Bogi Benediktsson, tengdafaðir hans, segir í Sýslu- mannaævum, að Bjarni hafi oft verið hroðvirkur við kveðskapinn („Hann var og að náttúru ágæt- asta skáld, en vandaði það oft lítið“). Rímgáfa Bjarna svarar ekki til þeirrar orku og vitsmuna, sem sindrar af kvæðum hans. En einmitt í þessum efnum komu íslensku forn- bókmentirnar honum að liði. Hann fann sjálfkrafa upp á því að taka sér til fyrirmyndar hina léttu, fornu hætti, svo sem fornyrðislag, og und- ir þeim orti hann síðan flest hin bestu kvæði sín. Það má vel kalla Bjarna Thorarensen arftaka Eddu- kvæðanna, og kemur sá skyldleiki víða í ljós. Hvað segja menn t. d. um blæinn á þessu stefi, sem hann nefn- ir: Islenslct fatis agimur?: Eru oss öllum í árdaga ill eða góð örlög sköpuð. Væla oss forlög sem flugu ljós, er hún um flöktir og ekki finnur fyr hana funi hefir fjörvi rænta. Eða um þetta erindi úr Saknaðar- stefi því, er Bjarni orti við brottför Hallgríms Schevings frá Kaup- mannahöfn: Eáða hann æskti, og ráða hann knátti rúnar Rögnahropts; reist ég og fáði, því ráða ég kunni ginnmæli goða. Líkingin við Eddukvæðin er auð- sæ. En svipuðu máli gegnir um eftir- mæli Bjarna og kvæði eins og Vetur- inn, sem auk þess er mótað af róm- antík og er merkilegt vegna þeirrar áhrifamiklu myndar, sem skáldið bregður þar upp. Hann sér Vetur konung koma ríðandi eins og glæsi- legan riddara: Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu, háfan of hifin, hesti snjálitum, hnálega hristanda hrímgan makka, eldi hreyfanda undan stálsköflum? Glóir á gunnsnörpum grásteind brynja, hangir ísskjöldur hal á öxlum; vindur stendur svalur af veifan skálmar, norðljósa brúskur bylgjar á hjálmi. En mynd sú, er Bjarni sýnir oss af vetrinum, ber einnig vott um eitt af höfuðeinkennum hans sjálfs, ridd- arabraginn og karlmenskuna. Það er naumast of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að karlmenska sé drotnandi einkenni skáldsins. Kvæði hans eru undursamlega laus. við bölsýni og þunglyndisvæl. Þar með er þó eng-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.