Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 14
12 SAMTÍÐIN hann hefir hólgað dægurflugum á meðal þingmanna samtíðar sinnar, það eru allar umbúðirnar, sem hann hefir orðið að grípa til, til þess að gefa lesendum í skyn, að skáldsaga ein sögulegs efnis, eftir Jules Janin,12 sem á sínum tíma var mjög frægur rithöfundur og í hávegum hafður, sé hræðilega innantóm og dauðans leið- inleg. Ritdómarinn hefir án efa fulla á- stæðu til þess að lesa sína pater pec- cavi (syndajátningu) með álíka iðrun og aðrir breyskir og brotlegir menn, en að svo miklu leyti, sem hann hefir ekki aðeins fengist við Platon, Shake- speare og Goethe, heldur einnig við dægur-bókmentir, verður hann að gera sér ljóst, í hverju stærstu syndir hans eru fólgnar. Orðið miðlungs- skapur á hér í rauninni margfalt meira nothæfi en orðið snildarverk; það koma hundruð af fyrra taginu á móti einu af hinu síðara. Af þeim bókum, sem árlega sjá dagsljósið, hef- ir helmingurinn ekki verðskuldað prentsvertuna, og það er ekki tíundi hlutinn, sem er þess verður að koma fyrir augu skynsamra, mentaðra og smekkvísra lesenda. Það er oft holt að rifja öðru hvoru upp hagfræðileg sjónarmið, t. d. hvort hin raunveru- lega jafnhæð í efnisheimi prentvél- anna kunni að þrýsta niður þeirri hugsjóna-jafnhæð, sem haldið skyldi við innan hinnar andlegu vitundar. Að fjöldinn allur er prentaður af ein- skisnýtu dóti, lesið, ritdæmt og lof- sungið, af öðrum glópöldum, er í öllu falli ekki fullgild ástæða til þess, að vér vísum dómgreind vorri á bug. Svo er önnur athugasemd, sem oft er komið með gegn ritdómum. Þessi athugasemd kemur helst frá þeirri tegund ritdómara, sem sýnir öllum bókaframleiðendum, sem kunna að draga til stafs, hina sömu almennu samkend. Þetta er sú athugasemd, að ritdómarnir séu of einhliða, of hlut- drægir, og komi þetta fram í því, að ritdómandinn segi fullum fetum: Að hér sé skýlaust og óhrekjanlega ágæt bók; höfundurinn tilkomumikill; þetta sé einstakt rit; að það verði ekki með neinu móti jafnað við nokkurt ann- að bókmentalegt fyrirbrigði, sem hann áður hafi orðið að segja kost og löst á. Þessi aðferð: Að tala um rithöf- und og verk hans, með alt öðrum raddblæ, með virðingu og lotningu, eins og um einhverja undursjón væri að ræða, án hins minsta snefils af skopi eða kæruleysi, það er — benda menn á, oft með hægð og velvilja- blandinni vandlætingu — hlutdrægni, rangsleitni. Það er ekki að gera alla jafna fyrir lögunum, það er að gera sjer mannamun. Má vel vera. Það er hlutdrægni, rangsleitni, mannamunur. Það er sú rangsleitni, sem er ritskoðunarinnar helgasta hlutverk og insta eðli. Það er það manngreinarálit, sem er henn- ar mest knýjandi skylda. Hún er í því fólgin, að velja úr hópi allra hinna ósjálfstæðu orðlepla, allra fjölhæfra loddara, óskilríkra fimbulfambara og tilgerðarlegra meðalmenna, þá, sem tala af ómótstæðilegri hvöt, þá, sem lifa, hugsa og yrkja af hreinni alvöru, þá, sem eru heilsteyptir, sannir menn, hin hjartahlýju, einlægu skáld, í einu orði sagt: snillingana. Þetta er ekki

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.