Samtíðin - 01.10.1936, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.10.1936, Blaðsíða 8
6 SAMTlÐIN Jjl£ íÁagjmax Það er ekki til neitt ríki í Evrópu, þar sem þeir vitgrönnustu hafa ekki stjórnað hinum vitrustu. W. S. Landor. Stjórn, jafnvel í besta landi, er aðeins nauðsynlegt böl, óþolandi, þegar verst lætur. Thomas Paine. Hefnd sú, sem sá vitri, er neitar að taka þátt í stjórnarmyndun, bakar sér, er að lifa undir stjórn sér lakari manna. Plato. Aðalstarf hverrar stjórnar á að vera það, að lyfta undir framtak einstaklinganna. Wilbur L. Cross. Ég er viss um, að í þeim þjóðfélögum (eins og hjá Indíánum), þar sem engin stjórn er, er miklu meiri vellíðan, en hjá þeim Evrópuþjóð- um, sem lifa undir sérstökum stjórnum. Hjá Indíánunum ræður almenn- íngsálitið í stað laganna, og viðheldur það góðum siðum eins vel og lög hafa nokkurn tíma megnað að gera. Hjá Evrópumönnum er þjóðunum skipt í tvent: úlfa og sauði. Thomas Jefferson. Komdu fólki aldrei til að hlæja. Ef þú vilt, að þér farnist vel í líf- inu, verðurðu að vera hátíðlegur, hátíðlegur á svipinn eins og asni. öll stór minnismerki eru reist hátíðlegum ösnum. Thomas Corwin. Alvaran er kjölfesta sálarinnar, sem heldur huganum í jafnvægi. Thomas Fuller. Miklir menn eru hinir sönnu menn. Hjá þeim hefir manneðlið feng- ið að njóta sín. Amiel. Sá maður er mikill, sem gerir mörgum gott. Emerson. Sá einn er mikill, sem getur látið sér fátt um hrós annara finnast. Richard Steel. Miklir menn hafa mikla galla. Thomas Draxe. Miklum mönnum einum fyrirgefst, þó að þeir hafi mikla galla. La Rochefoucauld.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.