Samtíðin - 01.10.1936, Page 20

Samtíðin - 01.10.1936, Page 20
18 SAMTIÐIN Drenns konar fólk Skólastjóri við erlendan lýðhá- skóla sagði nýlega í skólaslitaræðu: — Við rekumst á þrenns konar fólk í lífinu: Þá, sem eru að leita að verðmætum, þá, sem eru sísof- andi, og þá, sem alt þykjast vita. Þeir, sem leita, eru þeir, sem verðskulda að kallast sannir menn. Frá þeim stafar sú framtakssemi, er ræður menningu mannkynsins. Allar uppfyndingar eru þeirra verk, allar rannsóknir, öll mannúð staf- ar frá þeim, og alt umburðarlvndi. Þeir, sem eg leyfi mér að kalla sofandi sauði, eru að því leyti i tölu þeirra manna, sem nokkurs má vænta af, að hugsanlegt er, að tak- ast megi að vekja þá. En sú mann- tegund, sem veruleg hætta stafar af, eru þeir, sem alt þykjasta vita og eru uppbelgdir af þessum dæma- Iausa gorgeir, sem er séreign þeirra manna, er einhvern tima hafa gægst inn milli rimlanna á hliðum þekkingarinnar, og eru alla æfi siðan haldnir af ofsalegri þörf á þvi að segja frá þvi, sem þeir sáu. Slík- ir menn hafa i sér fólginn menn- ingarlegan blóðþrýsting (sem rétt- ara væri að nefna loftþrýsting) o« frá þeim stafar andleg æðakölkun. Þannig fórust þessum skólastjóra orð. Vonandi á hann ekki fyrir sér að sjá meiri hluta nemenda sinna verða andlegu æðakölkuninni a* bráð. R a f I a m p a- g e r ð i n Hverfisgötu 4 — Reykjavík Sími 1926. Framleiðum allskonar pergamentskerma, borðlampa, standlampa og ljósakrónur. Alt 1. flokks vinna. KAUPMENN og KAUPFÉLÖG! Spyrjist fyrir um iðnvörur okkar. Öllum fyrirspurn- um svarað um liæl. 4Coí Ia>lcs Nægar birgðir ávalt fyrirliggjandi. Verð og gæði hvergi betra. Kolasalan s.f. Pósthússtræti 7, Reykjavík. Símar: 4514 & 1854.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.