Samtíðin - 01.10.1936, Síða 17

Samtíðin - 01.10.1936, Síða 17
SAMTÍÐIN 15 stöð rikjanna og álfunnar, með all öðrum hætti en New York. Þrjátín °g átta járnbrautir liggja til og frá ^hicago. Hér er meiri flugvélaum- ferð en i nokkurri annari borg i víðri veröld og bilaumferð líka. Hér er hjarta Bandarikjanna. Allir fara hér um og hafa hér lengri eða skemmri viðdvöl. -— Á tuttugu mínútum, segir Pren- dergast kapteinn, -— get eg farið nieð vður héðan og til fulltrúa allra landa i heiminum, sem varðveita hér i horg mál, menningu og siði bjóða sinna. Hér er til borgarhluti, bar sem fólk af 27 þjóðum býr. Far- ið þér nú að skilja, hve örðugt hlut- verk okkar er i öllum þessum hræri- Sraut af fólki! Hvað mega sin einir 6000 lögregluþjónar og 200 lögreglu- hilar andspænis öllum hinum marg- htu miljónum Chicagohorgar? Aumingja Chicago hefir orðið miðstöð alls. Þvi miður einnig mið- stöð glæpanna, liggur mér við að SeSja. Það voru bannlögin, sem gerðu mest ilt að verkum i þessum efnum. Þau sköpuðu lögleysið og gisepamanna-veldið. Á árunum 1017 "1033 fóru glæpir hér ægilega í vöxt. Árið 1028 var hér mest um rnorð; þá voru um 400 menn myrtir 1 f-hicago, og þá féllu margir af mín- um bestu lögregluþjónum i harátt- unni við ófögnuðinn. ~ Hvað er um A1 Capone? Þó að þér glevmduð honum nú °hhi! Hann var ekki sá versti. Hann 'ar sá óknvttamaður, sem megnaði aÖ skapa mestan dvrðarljóma kring- l,rn nafn sitt. Alt Capone sat i óper- Unni í Chicago, prúðbúinn við hlið dóttur sinnar, sem einnig var klædd viðhafnarhúningi. En úti beið þeirra rennilegur bíll, sem hægt var i einu vetfangi að breyta í ægilegustu v' vél, með rúðum, sem voru öruggar, þótt á þær væri skotið, en sjálfur billinn þoldi sprengjur. En af hveriu tókuð þið manninn ekki fastan, þar sem hann sat i óperunni? munu menn spvrja, og slikt er ekki að á- stæðulausu. En svarið verður á þessa leið: — Það er lafhægt að taka mann fastan. En það er erfiðara að hafa hann í haldi, þegar ekkert sannast á hann. Okkur liefir enn ekki tekist að sanna, að A1 Capone hafi framið neina meiri háttar glæpi. Hann var loks tekinn fyrir slcattsvik, sem auðvitað voru hégómi einn i samanhurði við jmiislegt annað, sem hann hafði á samviskunni. Og nú situr A1 Capone fangi á Al- catraz fvrir utan San Francisco. Það er okkar öruggasta fangelsi fyrir slika menn sem hann. En afdrif A1 Capones eru í raun og veru táknræn. Okkur hefir tekist að hrjóta veldi glæpamannanna á bak aftur. En stað þess er að vísu komið annað. sem er enn þá ægilegra, en það er- auknir glæpir meðal unglinga. F>- um slikt má kenna fullorðna fólk- inu — tiðarandanum hér i Ameriku. „Óvinir þjóðfélagsins“ eru hér sveip- aðir e. k. dýrðarljóma. — A1 Capone er ágætt dæmi; hann er hér nokk- urs konar þjóðhetja í meðvitund fólksins. f kvikmvndum og ómerki- legu reyfararusli hafa glæpamenn- irnir verið hafnir upp til skýjanna á kostnað lögreglunnar. Hvað segið þér um það, að þrir

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.