Samtíðin - 01.10.1936, Page 21

Samtíðin - 01.10.1936, Page 21
SAMTÍÐIN 19 AXEL KRISTJÁNSSON: Um fiskverkun [Höfundur þessarar greinar er ungur maöur, sem fyrir tveim árum lauk námi Vlfi Köbenhavns Teknikum og vinnur nú á teiknistofu hjá vélaverksmiðjunni „At- las“ í Khöfn]. Fiskveiðar eru höfuðatvinnuveg- ll1' okkar íslendinga, og stöndum Vlð á því sviði framarlega. Hingað (il höfum við þó aðallega látið okk- hr nægja að verka saltfisk. Fram hl síðustu ára hefir mátt vel við slikt una, þar sem saltfisksmarkað- llr okkar hefir reynst öruggur. En S]ðan „kreppan“ kom til sögunnar, hefir alt orðið örðugra viðfangs, og bendir nú margt til þess, að horf- Urnar fyrir sölu á islenskum salt- fiski muni stórum versna. Ástæð- hrnar til þessa eru einkum tvær: f) Breyting á miílirikjaviðskiptum, bannig að vörur verða að koma fyrir vörur (clearing). 2) Að sum- ar þær þjóðir, sem áður keyptu einkum saltfisk af okkur, hafa s.iálfar ráðist í að smiða stóra ný- llsku hotnvörpunga, sem sendir eru tn veiða við ísland og Nýfundna- and. Þar með eru þessar þjóðir að Sera tilraun til að verða sjálfum s°r nógar á þessu sviði. ÁTýjar og stórbættar aðferðir í seli- 0g frystingartækninni gera bað orðið að verkum, að hæ<?t að selja frystan fisk og létta þar Uleð stórlega á saltfisksmarkaðin- llrn. Það ætti t. d. ekki að þurfa salta nema nokkuð af þeim fiski, sem veiddur er í botnvörpur. en mestallan þann fisk, sem veidd- ur er á smærri skip og vélbáta, ætti framvegis að frvsta. Véllíátar eru ekki að jafnaði lengur í hverri veiðiferð en svo, að þeir skila fisk- inum glænýjum á land. Upp á siðkastið hafa þær þjóðir, er fiskveiðar stunda, gert alt, sen i þeirra valdi hefir staðið, til þess að bæta fiskverkun sína. Eitt af þvi, sem þeim hefir gefist best, eru fiski- flök, fryst í % kg. bögglum, svo að aðeins eitt atriði sé nefnt i þessu sambandi. En allar þær aðferðir, sem rutt hafa sér til rúms í þess- um efnum á siðustu timum, eru stórlega athygliverðar. Jafnvel jafnfámenn þjóð og Fær- eyingar hafa séð, að ekki tjáir ann- að en að fylgjast sem best með i fiskverkun og hafa þvi nýlega keypt sér stóran botnvörpung með nýtisku tækjum, þar á meðal frysti- vélum, til þess að fn.rsta með fiski- flök. En þau hafa revnst afhragðs verslunarvara. Islendingum er það lífsnauðsvn að verða samskonar öndvegisþjóð á markaðinum fyrir alls konar fryst- an fisk, eins og þeir hafa hingað til verið öndvegisþjóð á saltfisk-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.