Samtíðin - 01.06.1937, Page 8
4
SAMTÍÐIN
w
Frá Islendingum í Danmörku
Viðtal við Svein Björnsson sendiherra
Sú var tíðin, að íslendingar þeir,
er fóru lil útlanda, lögðu nálega all-
ir leið sina til Danmerkur. Og enda
þótt beinar samgöngur séu nú orðn-
ar héðan til fleiri landa, leggja þó
enn furðu margir „landar“ leið sína
til Kaupinannaliafnar.
Samtíðinni er kunnugt um, að all-
margir íslendingar eru búsettir i
Danmörku til lengri eða skemmri
dvalar. Höfum vér snúið oss lil
Sveins Björnssonar sendiherra og
spurt hann tíðindá um þetla fólk og
hagi þess.
-—• Iive margir íslendingar eru um
þessar mundir í Kaupmannahöfn?
— í Kaupmannahöfn eru senni-
lega 8—900 íslendingar, þ. e. a. s.
fólk fætt á íslandi.
Sumt af þessu fólki er að vísu
horfið íslandi, t. d. konur af islensku
hergi hrotnar, en giftar Dönum, fólk
með fasta atvinnu, sem dvalist hefir
mjög lengi i Kaupmannahöfn o. s.
frv. En flest þetta fólk er samt „góð-
ir íslendingar“. Það varðveitir móð-
urmálið, hefir áhuga á því, sem ís-
Jenskt er og fsland varðar, sækir
sanikomur íslendinga o. s. frv.
Langflestir íslendingarnir í Kaup-
mannahöfn eru þar þó ekki langdvöl-
um. Mikið er þar af námsfólki. Ekki
eingöngu stúdentum við æðri menta-
stofnanir, lieldur einnig námsfólki
við aðra skóla eða fólki, sem nem-
ur eitthvað, annað hvort til bókar
Sveinn Björnsson
eða handar, eða hvort tveggja. Ýms-
ir eru að kynna sér iðnað eða ann-
að þess háttar í því skyni að hafa
atvinnu af því heima á fslandi sið-
ar. Þá eru nokkrir sjómenn. Tals-
vert af kvenfólki vinnur á sauma-
stofum eða við húsverk. Vinna á
saumastofum er frekar illa horguð.
Húsaðstoðarstúlkur munu margar
hverjar sæta allgóðum kjörum, ef
þær eru á annað horð duglegar til
slíkra verka. Hér eru gerðar mun
meiri kunnáttukröfur t. d. um mat-
artilbúning en gert er lieima til
slíkra slúlkna. En séu þær dugleg-
ar, líkar fólki engu síður við íslensku
stúlkurnar en þær dönsku.