Samtíðin - 01.06.1937, Side 18
14
SAMTÍÐIN
Ssensk leikhús-
| Eftir Margareta Bergman-Malmgren J starfsemi
[Höfundur þessarar greinar er sænsk leikkona, búsett í Stokkhólini,
og hefir hún samið greinina að tilhlutun Samtíðarinnar].
I Stokkhólnii eru núna starfrækt
tólf leikhús. Eru tvö þeirra lýrisk,
í fimm eru ýmist sýnd leikrit al-
varlegs efnis eða gamanleikir o. þ.
h., en í fjórum eru sýndir skop-
leikir og annars konar léttmeti.
Yirðulegustu leikhúsin i höfuð-
stað okkar Svíanna eru: Operan,
Dramatiska teatern, Oscarsteatern,
Komeditcatern, Blancheteatern og
Vasateatern. Glæsilegustu leikarar
hér í landi eru þau Tora Teje og
fíösta Ekman, sem hæði eru frá-
hærir listamenn. Af öðrum leiluir-
um má nefna þau Lars Hansson,
Márta Ekström. Inga Tidblad, An-
ders de Wahl, Olof Winnersirand
og Gabriel Alw, sem öll starfa við
Dramatiska teatern, og ennfremur
má telja þær Alice Eklund og Za-
rah Leander.
Hvað er upp úr því að hafa, að
vera leikari? munu ménn spvrja.
Því er þar til svara, að helsta óper-
ettuleikkona okkar í Svíþjóð gaf
upp til skalts 55 þúsund króna tekj-
ur árið 1935. Gösta Ekman mun
hafa horið álika mikið úr býtum.
Þeir leikarar við Dramatiska tea-
tern, sem hæst eru launaðir, fá 20
—25 þús. króna árslaun, en auk þess
fá þeir drjúgan skilding fyrir að
leika i kvikmyndum og fyrir störf
sin í þágu útvarpsins. Ennfremur
er þeim borgað sérstaklega fyrir
leikfarir um landið eða til annara
landa. Aðrir sænskir leikarar munu
hafa kaup, sem nemur þetta frá 150
upp í 1000 krónum á mánuði.
Hvernig verða menn leikarar í
Svíþjóð? Annað livort með þvi að
vera teknir sem nemendur í þann
eina leikskóla, sem viðurkendur er
hér i landi, þ. e. leikskóla Drama-
tiska teaterns, eða með því að reyna
að fá vinnu hjá leikflokki, sem
ferðast um og öðlast þannig næga
æfingu. Eu þar sem lítið er nú orð-
ið um þess háttar farandleikflokka,
er sú leið að heita má lokuð. Að
sumarlagi er leikið i skemtigörðum
bæjanna, og sjá stjórnir garðanna
um þá starfsemi, en leikararnir eru
einkum frá leikhúsunum í Stokk-
hólmi, Gautaborg og Helsingjaborg.
í þessum görðum er leikið 3—4
sinnum á viku, og er efnisvalið og
meðferðin á leikritunum hvort
tveggj a prýði I egt.
Ungur leikari á ekki annars úr-
kosta en að ganga á leikskóla
Dramatiska teaterns. Þar er lion-
um strax gaumur gefinn. Hann
fær bráðlega smáhlutverk i útvarps-
leikjum. Ef til vill veitir einhver
kvikmyndaleikstjóri honum athygli
og fær honum hlutverk. Nemand-
inn verður að taka þátt í sam-