Samtíðin - 01.06.1937, Síða 21

Samtíðin - 01.06.1937, Síða 21
SAMTÍÐIN 17 FRANCES NEWTON: Um líkbrenslu [Líkbrensla er eitt af þeim málum, sem nú eru á dagskrá hér á landi. Vér væntum þess, að lesendur Samtíðárinnar hafi gaman af að lesa eftirfarandi grein, sem er skrifuð af amerískri konu. Grein þessi birtist nýlega í amerisku timariti. Hún er hér Iauslega þýdd og nokk- uð stytt.] Faðir minn var 87 ára, þegar liann andaðist. Ég var þá 41 árs, en liafði aldrei horft upp á dauðsfall og var með öllu ókunnug jarðar- fararsiðum. Þegar faðir minn tók að gerast gamall, var ég oft að hugsa um það, ef liann fór í ferða- lag, hvort ég mundi nú nokkurn tíma sjá hann lifandi framar. Og ég gcrði manninn minn stundum órólegan með því að vera altaf að lala um dauðann og hvað ætti ti! bragðs að taka, er hann hæri að höndum. A þessu sviði vorum við aldrei sammála. Maðurinn minn hafði mestu mætur á likhrenslu, en ég vildi ekki lieyra á slíkt minst. — Nógu liatramlegt er nú að devja, þó að ekki sé kveikt i manni i þokkabót, lmgsaði ég'. Hins vegar var ég hrifin af þvi að hverfa aft- ur til jarðarinnar, auðga jarðveginn og samlagast náttúrunni. Maðurinn minn, sem ávalt er sanngjarn og vill taka tillit til skoðana annara, félst að lokum á, að við skyldum ein- hverntima líta á grafreit í litlum sveita-kirkjugarði skamt frá. En við komum okkur saman um að slá engu föstu um þetta. Þar við sat. Yið aðhöfðumst ekkert. Svo kom kreppan, og öll útgjöld, sem ekki voru bráðnauðsvnleg, voru spöruð. Fvrir tveim árum fluttumst við til New York. í nóvembermánuði fór ég að heimsækja föður minn á afmælisdégi hans. Hann var kátari og liressari lieldur en hann hafði verið árum saman. En þá vildi svo slysalega til, um það levti, sem ég var að fara til móts við manninn minn, að föður mínum varð fóta- skortur og liann datt og lærbrotn- aði. Læknarnir sögðu mér Iirein- skilnislega, að þó að beinbrotið kynni að gróa, mætti búast við, að hann vrði örkumla maður. þeir báðu mig að vera við öllu búna. Ég vildi ekki hevra dauðann nefndan. Mér var það fullljóst, hvað læknarnir áttu við, en ég vildi ekki sætta mig við þau málalok og kaus heldur að neyta allra krafta minna til þess að hjálpa hinum hruma, gamla manni. En þegar tæp- ur hálfur mánuður var liðinn frá því, er slysið vildi til, sá ég, að fað- ir minn mundi deyja, og að ekki mundi annað tjá en að gera ráð- stafanir viðvíkjandi fráfalli hans. Við hjónin fórum því á stúfana að

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.