Samtíðin - 01.05.1941, Page 7
SAMTiÐIN
Maí 1941 Nr. 72 8. árg., 4. hefti
ENSIÍUR BÓNDI, I. R. B. Branson að
naíni, sem er uppgjafa-herforingi,
hefur að undanförnu að verulegu leyti
lifað á grasi. Brezka útvarpið frétti um
l>etta tiltæki bónda, þótti það nýstárlegt
og hafði því tal af honum. Fréttaritari
útvarpsins spurði:
— Þér álítið þó væntanlega ekki i fullri
alvöru, að hægt sé að lifa á grasi?
Bóndi svaraði: — Jú, það er mín hjart-
ans sannfæring. Mér verður svo gott af
því grasi, sem ég borða, að ég óska þess
af alhug, að aðrir neyti þessarar fæðu
einnig. Gras hefur í sér fólgin öll dýr-
mætustu bætiefni fæðunnar, einkum ef
menn neyta þess, meðan það er nýsleg-
•ð. Tvö síðastliðin ár hefi ég lifað á því
mestmegnis, og ég borða æ meira og
aieira af því.
Arangurinn er dásamlegur. Ég er
'bróttamaður, en flestir á mínum aldri
mundu vera hættir að iðka íþróttir, þvi
að ég er nú orðinn 67 ára gamall. Og
eg nýt lífsins betur á þessum aldri en
uteðan ég var ungur. Ég hjóla stundum
n-.ílur hvílda.rlaust, án þess að ég finni
HI nokkurrar þreytu.
Með því að lifa á grasi, spara menn
tnikið fé. Ég ét grasið ósoðið og eins
°g það kemur fyrir, en vitanlega má mat-
reiða það á ýmsa vegu, svo að það verði
lystugra. Ég borða grasið með hráum gul-
r°tum, sykurrófum og púðursykri, og
f'nnst mér það hin Ijúffengasta fæða.
Nýsprottið gras er mjög auðugt af
»chlorophyl“, en það efni er selt í töfl-
Um nú á dögum. Ég get fullvissað yður
um, að ef grasát yrði almennt, væri hægt
framleiða fjórum til fimm sinnum
tneiri náttúrlega fæðu á hverri ekru en
nu er gert, með því að rækta þar hveiti.
^egar við hugsum um allan þann fjölda
fólks, sem lifir við sult og seyru í ver-
öldinni nú á dögum, er auðskilið, hvílíka
blessun almenn grasneyzla hefði í för með
sér fyrir mannkynið.
En einu vil ég vara menn við, mælti
hinn enski bóndi að lokum. — Þeir mega
ekki ímynda. sér, að þeir geti skyndilega
farið að lifa á eintómu grasi. Það væri
hin mesta fásinna, að ætla sér að gera
það í skjótri svipan, sem hefur tekið mig
tvö ár. Menn eiga að venja sig á þetta
smám sr.man. Byrjið með því að láta dá-
Iítið af grasi saman við salatið yðar næst,
þegar þér neytið þess, og yður mun verða
gott af því.
Dæmi þessa bónda Uefur þótt merkilegt
í Englandi, og teljum vér það mjög at-
hyglivert. Sjálfsagt hefðu íslendingar
fuiðað sig á því fyrir nokkrum árum.
En nú er sá skilningur vaknaður hér á
landi á hollustu hvers kyns grænmetis,
að menn láta frásagnir um grasneyzlu
væntanlega ekki koma sér á óvart. Sú
kynslóð er horfin, sem leit á íslenzk blá-
ber og krækiber eins og hvern annan
hégóma, er einungis væri „börnum og
hröfnum að Ieik“. Augu vor hafa, sem
betur fer, opnazt fyrir notagildi ýmis
korar jarðargróðurs til manneldis. Og
vonandi eigum vér eftir að hagnýta oss
hann í margfalt ríkara mæli en nú tíðk-
ast hér á Iandi.
Eins og nú standa sakir, leggjum vér
Islendingar mikið kapp á að afla heyja
að sumarlagi, en Iátum búfé vort síðan
með ærnum kostnaði og fyrirhöfn breyta
grasinu og heyjunum í kjöt og mjólk, sem
hvort tveggja er nota.ð til manneldis. Ef
til vill eiga þessir dýru milliliðir milli
grængresisins og mannanna eftir að hverfa
að nokkru leyti. Úr því mun framtíðin
skera.