Samtíðin - 01.05.1941, Síða 9

Samtíðin - 01.05.1941, Síða 9
SAMTlÐIN það venjan, að samið var við útlend skip, er annast skyldi þessar ferðir, og lágu þær venjulega niðri frá þvi í október og fram i apríl. Misjafnlega voru strandferðir útlendinga hér við land þokkaðar meðal íslendinga. Kvartaði fólk sáran undan slæmri framkomu útlendinganna við ís- lenzka farþega, og mun aðbúnaður- inn á skipunum hafa verið næsta lé- legur, sbr. þessi orð Einars skálds Benediktssonar úr kvæðinu Strand- sigling: Þessa síðast ársins för þeir fóru, fólkið hana rækir bezt. Órukknir menn og krankar konur vóru kvíuð skrans i lest o. s. frv. Kvrsta strandferðaskipið, sem is- lenzka ríkið eignaðist, var „Sterling“; ]tað var keypt árið 1917. Var öll skips- nöfnin á því útlend fvrst í stað, nema skipstjórinn, Einar Stefiánsson, og ég. En ekki leið á löngu, þar til íslenzkir skipverjar tóku viðaf útlendingunum. -— Hver voru tildrög þess, að Skipa- utgerð ríkisins var stofnuð, og hvert hefur verið hlutverk hennar? — Árið 1929 átti ríkið strandferða- skipið „Esju“, varðskipin „Óðin“, »Þór“ og „Ægi“ og vitaskipið „Her- móð“. Auk þess var þá í ráði, að keypt JU'ði annað strandferðaskip. Af- Sreiðsla og forsjá þessara skipa var hér og hvar, og var slíkt á ýmsan hátt míög óþægilegt. Þvi ákvað ríkis- stjórnin að setja á stofn sérstaka skrifstofu, er annast skyldi útgerð ■'ikisskipanna. Samkvæmt þeirri á- kvörðun tók Skipaútgerð ríkisins tii starfn i ársbyrjun 1930, og hai'a verk- efni stofnunarinnar í aðalatriðum o verið þau, er hér segir: Stjórn varð- skipanna og landhelgisgæzlunnar og björgunarstarfsemi í sambandi við það, útgerðarstjórn strandferðaskip- anna, innkaup fyrir ríkisstofnanirn- ar, reikingshald fyrir vitahátinn Her- móð og umsjá og eftirlit með flóa- bátum, sem slvrktir eru af ríkinu. —- Hvað viljið þér segja um kaupin á nýju „Esju“? — Eftir 1930 fór að bera á ýmsum örðugleikum í viðskiptalífi Islend- inga, og við það fór flutningaþörf meðfram ströndum landsins minnk- andi. Þá kom í ljós, að strandíerða- skipin tvö, „Esja“ og „Súðin“, höfðu ekki nóg að flytja nema að haust- og vorlagi. Sumpart til þess að útvega „Esju“ verkefni að sumarlagi og sumpart til þess að auka straum er- lendra ferðamanna hingað til lands var byrjað á því árið 1935 að láta „Esju“ vera í förum milli Reykjavík- ur og Glasgow. Yoru ferðalög far- þeganna, meðan þeir dveldust hér, fyrirfram skipulögð. Urðu þessar ferðir brátl mjög vinsælar, og varð eftirspurnin svo mikil eftir farþega- rúmi, að „Esja“ reyndist allt of lítil. Skipið var í upphafi fremur veik- byggt og ófullkomið, enda mjög úr sér gengið, þegar hér var komið sögu. Var fvrirsjáanlegt, að það mundi ekki geta annazt strandferðir um langt skeið. Þess vegna lagði ég til við rík- isstjórn og Alþingi, að „Esja“ yrði seld og nýtt skip yrði smíðað í henn- ar stað, er væri hvort tveggja í senn, hentugt til strandsiglingar og Glas- gow-ferða. Féllst ríkisstjórnin og meiri hluti Alþingis á sjónarmið mitt í þessu rnáli, og veitti stjórnin mér

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.