Samtíðin - 01.05.1941, Qupperneq 13
SAMTÍÐIN
guði þóknanlega starfi hér i þessum
táradal. Blessuð sé minning hénnar.
Svo mörg eru þau orð. Ég legg frá
mér hlaðið, og liugur minn reikar til
löngn liðinna daga. Myndir fortiðar-
innar birtast mér, hver af annari. Ég
sé í anda ungan og efnilegan mann,
fullan af lifslöngunogbjörtum fram-
tíðarvonum. í augum lians logar eld-
ur æskumannsins, sem ákveðið hefur
að leggja undir sig heiminn. Hann er
hár og lierðibreiður, og hann getur
sannarlega boðið lífinu hyrginn. Við
hlið hans stendur ung og fögur
stúlka; það er heitmey lians. Væntan-
legnr lifsförunautur. Brosandi breiða
l>au faðminn móti lífinu og því ó-
komna. Hamingjusól þeirra er hátt á
lofti. Svo kemur fyrir smáatvik, sem
gjörhreytir lífi þessara ungu elskenda,
°g það dregur fyrir sólina. öft og tíð-
•un þarf ekki mikið til þess að breyta
lífi manna, og að þessu sinni var það
aðeins smásaga um unga manninn.
I^að skal lekið fram, höfundinum til
verðskuldaðs liróss, að sagan var
snilldarlega vel samin og har ótví-
ræðan vott um mjög fjölbreytt
únyndunarafl. Því skal ekki neitað,
að ofurlílill fótur var fyrir sögunni,
en mikið var hún ýkt. Vandamenn
stúlkunnar lögðu trúnað á söguna, og
eftir miklar fortölui' sagði unga
stulkan skilið við elskhuga sinn. Eftir
ketta verða örar breytingar á höguni
hans. Það fer að halla undan fæti, og
vegurinn niður á við er ávallt mjög
gi'eiðfær. Sögurnar um hann verða
fleiri og fleiri, og því miður sannari
°g sannari. Hamingjan snýr haki við
honum, og ógæfan leggur hann í ein-
elh. Tækifærum lifs hans fækkar óð-
9
um, og viðreisnarviðleitni hans verð-
ur úti í kuldalegu viðmóti samtíðar-
mannanna. Svo Iíða árin, eitt af öðru,
döpur og tilgangslaus. Það er ekki
fyr en löngu seinna, að hann kemst
að því, að höfundur sögunnar, sem
lagði líf hans í rúst, heitir Hlaðgerður
Agnars. í fyrstu á hann hágt með að
trúa þessu, en sannanirnar revnast
óhrekjandi. Hann veit ekki til þess,
að hann hafi nokkurn tima gert á
liluta þessarar konu, og þvi hugul-
samara er það vitanlega af henni, að
taka hann að sér, alveg vandalausan.
í augum hennar hlýtur árangurinn
að vera glæsilegur. Og vonandi spillir
það ekki neitt sigurgleðinni, þó að
skiptar skoðanir geti verið um það,
hve vönd lnin hafi verið að vopnum
sínum. Takmarkið Iielgai- meðalið.
Það eru unnir margs konar sigrar i
lífinu, en liver sigur táknar ósigur
einhvers annars. Það er hið sígilda
Iögmál. Jæja, nú er hún dáin, blessuð
manneskjan, svo að það er ekki vert
að lala illa um hana.
Ég samlagast umhverfinu við það,
að lítill, krókloppinn dréngur býður
mér Morning Post. Nei takk. Eg
greiði kaffið mittogfer. Róninn kasí-
ar á mig kveðju, og ég veiti því at-
hygli, að hið óáfenga öl er farið að
svífa töluvert á hann. Svo ráfa ég
niðnr að höfninni, og ég horfi á skip-
in koma og fara. Skip, sem láta úr
höfn, vekja útþrá og ævintýralöngun
hjá flestum, en á mig hafa þau eng-
in áhrif, að minnsta kosti ekki í dag.
Ég er svo annars hugar. Ég geri
margítrekaðar tilraunir lil þess að
útrýma frú Hlaðgerði úr huga mín-
um, en það tekst ekki. Klukkan rúm-