Samtíðin - 01.05.1941, Side 18

Samtíðin - 01.05.1941, Side 18
14 SAMTÍÐIN skrokki tízkunnar. Guðmundur Frið- jónsson er gott dæmi i þessum efn- um. Hann hefur nú síðustu misserin reikað milli bókaútgefenda í þeim vændum að fá kvæði sín prentuð upp á einhver býti, ]>au sem liann liefur ort siðasla áratuginn. En það er lík- lega vonlaust, að hann fái þau prent- uð, nema á sinn kostnað. Þó vita það allir, sem eitthvert skyn hafa, að skáldskapur Guðmundar er gjörður af fornum og nýjum kjörviði íslenzks máls og menningar. En það liggur bölvun á þessum höfundi vegna þess, að hann hefur af öllum mætti staðið á móti þeim straumi, sem nú er að færa í kaf allt, sem islenzkl er, ekki einungis málið heldur og hugsunar- hátt og dyggð þjóðarinnar. Nú má kalla, að rimurnar séu al- dauða í landinu og þeirra hlutverki lokið. Ýmsir hafa haldið því fram, að þær hafi spillt málsmekk fólksins. En sá, er þetta ritar, leggur lítinn trúnað á það. Hitt mun sannara, að þær hafi verið bezti skóli alþýðunnar í málinu. Þeir, sem kunnu glögg skil á rímun- um, stóðu vel að vígi til skilnings á öðrum skáldskap, seni meira listar- gildi hafði. Þeir fengu ekki sting í augun, þó að fyrir þá bæri orð og kenningar úr hinu forna skáldamáli, sem nú er orðin skömm og vanæra að nota. Þegar Rikisútvarpið tók til starfa, reyndi það i fyrstu að haga svo efni sinu eitt kvöld i viku, að það minnti sem mest á kvöldvökur i sveitum, eins og þær fóru fram áður fyrr. Þau kvöld voru kveðin rimnaIög,og mörg hin fegurstu ferhendukvæði bók- menntanna hljómuðu landshornanna milli. En Adam var ekki lengi i Para- dís. Ríkisútvarpið varð fyrir miklu aðkasti og þó einkum rímurnar. Menn ruddust fram á ritvöllinn til að sýna fram á, hvern forneskjudraug hér væri verið að vekja upp. Svo langt gekk spéhræðslan og óttinn við um- heiminn, að því var beitt í ógnunar- skýni, að erlendir fiskimenn fældust landið. Hér fór þó allt betur en á horfðist. Heimsborgarinn sigraði ís- lendinginn. Kvöldvökurnar í Útvarp- inu hættu smám saman að þekkjast frá öðrum kvöldum. Heiðri þjóðar- innar var borgið. Erlendir fiskimenn komust aftur í sólskinsskap báðum megin við landhelgislínuna. En Ríkis- útvarpið hefur einstöku sinnum lofað háttvirtum heimshorgurum þessa lands að heyra jóðl nokkurt, sem líkist geitaamri. Það kvað vera kynj- að úr Alpafjöllum sunnanverðum. Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, eru aðeins fá af þeim, sem greina mætti til að sýna óttann við þjóðernið og þjóðareinkennin og flóttann frá sjálfum oss. Þó væri synd að segja, að þessi tími, sem nú er að líða, hafi ekki nokkuð sér til ágætis. Má þar einkum nefna forn- ritaútgáfuna, hina niestu og vönduð- ustu fræðiútgáfu, sem gerð hefur ver- ið af fornbókmenntum vorum. En ]>essi útgáfa er ekki barnameðfæri sakir mikilla umbúða um sjálfar sög- urnar. Hana mætti kalla framhalds- skóla fyrir þá, sem hafa fengið undir- stöðunám á auðveldara hátt. Þó að Fornritaútgáfan sé bæði þörf og glæsileg, er hún samt varla þvílík ást-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.