Samtíðin - 01.05.1941, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN
gjöf til alþýðu manna, sem útgáfa
Sigurðar Kristjiánssonar á sínum
tima.
Eigi mun heldur það kapphlaup,
sem nú stendur yfir milli fræðimanna
í því efni að gera Islendingasögur að
b’gi, verða fornbókmenntum vorum
vegsauki. Gildi þeirra fyrir framtið-
ina fer ekki eftir því, hve mörgum
hestburðum oss tekst að lmoða utan
i þær af spásögum og hugarórum.
Verðmæti hinna fornu bókmennta og
allra góðra bókmennta er undir þvi
komið, hve vel vér kunnum að liag-
nýta þær handa liverri nýrri kynslóð.
I þeim lifir sál þjóðarinnar og við
þann hrunn eiga börnin að svala
þorsta sinum.
Farið er að halda því fram af ýms-
Uin, að börnin fæðist nú orðið svo
heimsk, að þeim verði ekkert gott
kennt. Þessu mun nú, sem betur fer,
ekki vera svo háttað. Börnin eru ekki
i skuld við oss, heldur erum vér i
skuld við börnin. Vér höfum gert þau
niunaðarlaus á heimilum með því að
fela skólunum andlega velferð þeirra
að öllu leyti. Vér höfum selt sál heim-
ilanna fvrir alls konar félagsskapar-
°g skemmtanabraml utan þeirra, og
vér höfum gleymt því, að á oss livíla
skyldur, sem enginn ber, ef vér ber-
»ni þær ekki sjálf.
Vér skulum því hætta að álasa
hlöðunum, útvarpinu og skólunum,
en tökum sjálf til starfa. Vér skulum
festa oss í minni, að til er fagurt
iungumál, sem, heitir íslenzka. Vér
skulum hlusta eftir hljómi þess i
setningum norrænna frásagna, i vis-
Um og vísnabrotum, i þjóðsögum og
ialsháttum. Vér eigum jafnt að hlusta
15
á gamla og unga og skerpa hugsun
vora og dómgreind um allt, sem að
málinu lýtur. Þá mun þess ekki langl
að bíða, að talað verði og ritað, jafnt
af Iærðum og leikum, fegurra mál og
auðugra en nokkru sinni áður í landi
voru.
Krossgáta nr. 8
@ct (<?>© 2 3 4 m m
5 M. 6 W3, 7
8 9 c€>® m. Ío
II
12 13
m 14 15
ctct 16 H @>(3)
Lárétt: 1. Hagnaður — 6. Skolli (þf.)
— 8. Spil —■ 10. Samtenging — 11. Manns-
nafn — 12. Forsetning — 13. Á skipi —
14. Gælunafn kvenmanns — 16. Fiskur.
Lóðrétt: 2. Mælir — 3. Karlmannsnafn
— 4. Vann — 5. í peningshúsi — 7. Frá-
rennsli — 9. Norræn goðvera — 10. Málm-
ur — 14. Upphrópun — 15. Forsetning.
R á ð n i n g
á krossgátu nr. 7 i síðasta hefti:
Lárétt: 1. Féhús — 6. Gor — 8. Úf —
10. Ár — 11. Herbert — 12. Ör — 13. A
— 14. Þrá — 16. Lágna.
Lóðrétt: 2. Ég — 3. Holberg — 4. Úr
— 5. Búhög — 7. Ártal — 9. Fer — 10
Ára — 14. Þá — 15. Án.
Þeir áskrifendur, sem enn eiga eftir að
borga árgjald Samtíðarinnar fyrir 1941,
erú beðnir að gera það nú þegar.