Samtíðin - 01.05.1941, Qupperneq 26

Samtíðin - 01.05.1941, Qupperneq 26
18 SAMTÍÐIN jafnskjótl og rödd hennar hljómaði uni stofuna, virtust henni rósirnar á veggfóðrinu opnast eins og glugg- ar, og i þeim sá hún brosleitt og vingjarnlegt fólk, sem söng með henni. Þessir Jyrstu áheyrendur standa henni ávallt mjög skýrt fvr- ir hugskotssjónum. Ef til vill eiga þeir eitthvað skylt við birtuna, sem alltaf ljómar af andliti hennar, er liún lokar augunum og syngur. Sex ára gömul byrjaði hún að syngja í barnakór í kirkju. Þar vakti hún fyrst athygli á sér með einsöng i laginu: Guð er minn hirðir. Söng- urinn lókst svo vel, að biskupinn bað Iiana að endurtaka lagið. Þar með hefst frægðarganga hennar á listamannsbrautinni. Þrettán ára gömul gekk hún í kirkjukór full- orðna fólksins. Þar söng hún bassa i forföllum einsöngvarans i þeirri rödd (að sjálfsögðu áttund hærra en hann) og sópran-sóló, þegar á þurfti að halda. Hið geysimikla* raddsvið hennar mun hafa skapazt um þessar mundir við þá æfingu, sem hún hlaut í ólíkum röddum. En ró sína og taugastvrkleik á söng- palli á hún vafalaust því að þakka, hve kornung hún vandist á að syngja fyrir margmenni, sem gerði miklar kröfur til fagurs söngs. Marian Anderson missti föður sinn, þegar hún var 12 ára gömul. Gerðist þá þröngt í búi hjá fjöl- skyldunni. Ekkjan tók að sér að vinna húsverk og þvo þvotta fyrir nágrannana, til þess að geta séð sér og þrem dætrum sínum farborða. En söfnuðurinn, sem Marian litla hafði sungið fyrir í 6 ár, tók að aura saman í sjóð til styrktar henni. Ágóði af söngskemmtunum var lát- inn renna til hennar, og söngkenn- arar buðust til að veita henni að- stoð sina. Sjálf fékk Marian 5—lx/z dollar fyrir hverja söngskemmtun, þar sem hún söng einsöng, en brátt hækkaði sú þóknun upp í 10—20 dollara. Fimm árum eftir að faðir hennar lézt, fékk móðir hennar ill- kynjaða kvefpest. Eftir það lét Mar- ian hana aldrei vinna erfiðisvinnu fyrir aðra. Af því leiddi, að sam- hliða því, sem Marian aflaði sér söngmenntunar, varð hún að sjá fyrir sjálfri sér, móður sinni og systrum. Sextán ára gönnil hlaut Marian fyrst eiginlega söngkennslu. Fyrsti kennári henriar var Marv Saunders Patterson. Hún útvegaði Marian námsstyrk. Síðan lærði hún hjá Agnes Reifsnyder. En því næst var hún svo lánssöm að komast til mjög frægs söngkennara, Giuseppe Bog- hetti. Þau hittust um kvöld. Bog- hetti var dauðþreyttur eftir langan og örðugan vinnudag, beinlínis das- aður af söngkennsluargi. En þegar liann lievrði hina hávöxnu og stilli- legu negrastúlku syngja Deep River í rökkurkvrðinni, varð hann svo gagntekinn, að hann gat ekki tára bundizt. Kennslan hjá Boghetti táknar merkilegan áfanga á listarferli Mar- ian Andersons. Hann fékk því til leiðar komið, árið 1925, að henni var leyft að taka þátt í söngkeppni- Sá, sem sigraði i þessari keppni, átti síðan að fá að syngja einsöng með aðstoð hinnar frægu hljóm- sveitar, New York Philharmonic Or-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.