Samtíðin - 01.11.1942, Blaðsíða 7
SAMTIÐIN
Névember 1942 Nr. 87 9. árg. 9. hefti
ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SIÍÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32.
PRÓFESSOR Ólafur Lárusson, sem tví-
mælalaust er einhver vitrasti og
lærðasti maður, sem nú er uppi hér á
landi, birti í Stúdentablaðinu 1. des. 1941
gréin, er hann nefndi: íslenzkt þjóð-
erni og framtíð þess. Þar sem
vér teljum, að þessi grein sé mjög tíma-
bær á þeim miklu upplausnartímum, er
nú ganga yfir þjóð vora af völdum her-
náms, óeðlilega mikillar seðlaveltu og ó-
heppilegrar flokkshyggju í landinu, birt-
um vér hér kafla úr henni með góðfús-
legu leyfi höfundar. Biðjum vér alla hátt-
yirta lesendur Samtíðarinnar, sem fæstir
uiunu áður hafa séð þessa grein, að lesa
með athygli orð próf. Ólafs og hugleiða
vel sannleiksgildi þeirra. Hann segir m. a.:
»Alla tíð síðan hin fyrsta kynslóð manna
ox upp hér á landi fyrir þúsund árum,
hafa þeir, sem landið byggðu, fundið, að
þeir voru sérstök þjóð, íslendingar, og að
þeir hvorki gátu talið sig til neinnar ann-
arrar þjóðar né vildu það. Landið hafa
þeir eignað sér einum, og þeir hafa átt
saman óskir og vonir um blessun og far-
s<eld landi sínu og þjóð til handa. Þeir
hafa átt þjóðlega menningu, sem þeir hafa
skapað sjálfir og geymt einir, menningu,
sem var hold af þeirra holdi og blóð af
beirra blóði. Þeirri arfleifð hefur hver
kynslóð tekið við af foreldrum sínum,
aukið hana og fegrað eða rýrt hana og
*ýtt, cftir því, sem gifta hennar eða giftu-
*eysi stóð til, og skilað henni svo í hend-
ur niðja sinna. Þetta er þjóðerni íslend-
ln!ía, þjóðerni feðra vorra og þjóðerni
v°rt, er nú lifum. - - - - Með sambands-
'ögunum lauk deiiunni við Dani. Sú deila
'ar sá eldur, sem vermt hefur þjóðrækni
Islendinga betur en nokkuð annað, og þjóð-
'æknin hefur ekki fengið neinn annan afl-
Kjafa í hennar stað, sem jafn máttugur
hefur reynzt. Síðan hefur þjóðrækni vorri
hrakað stórkostlega, það hygg ég, að all-
ir verði að játa, sem enn muna sjálfstæðis-
baiáttuna. Það má nærri segja, að vér
höfum hælt að muna, að vér vorum þjóð.
Vér höfum orðið að flokkum í þess stað.
— Flckkurinn hefur verið metinn meira
en þjóðin og allt, sem unnt hefur verið,
gert til þess að efla flokksræknina hjá
fólkinu. Vér höfum gleymt því, að lítil
þjóð má ekki við því, að beina orku sinni
fyrst og fremst að því að vera sundruð
og ósammála, en það höfum vér gert um
hríð, og af því súpum vér nú seyðið. Þjóð-
ræknin hefur gleymzt í hávaða flokka-
dráttanna, en nú eru dæmin deginum ljós-
ari, hversu veik hún er orðin. Síðan her-
námið hófst, hefur gerzt margt og margt,
sem birtir oss þennan bitra sannleika í
allri hans hræðilegu nekt. Um það skal
ég eltki fjölyrða, enda er þar margt svo
vaxið, að enginn Islendingur ætti að geta
hugsað um það eða talað kinnroðalaust.
- - - - Sveitirnar eru alls staðar höfuðvígi
þjóðernisins og ekki sízt hjá oss, sem vor-
um bændaþjóð eingöngu fram á síðari
hluta 19. a.ldar. En vér fækkum fólkinu í
sveitunum jafnt og þétt, og nú er svo kom-
ið, að allflestir bændur landsins eru orðn-
ir einyrkjar, en saga einyrkjubúskaparins
hér á landi er ekki glæsileg. „Mér þykir
sárast að hafa aldrei tíma til að líta í
bók“, sagði einyrkjabóndi við mig nýlega,
og svo myndu fleiri stéttarbræður hans
segja.“ — Það er mörgum hugsandi mönn-
um hér á landi vafalaust hið mesta á-
hyggjuefni, hve mjög fólk hefur snúið baki
við framleiðslu síns eigin lands og geng-
ið á mála hjá erlendum hernaðaraðiljum.
Slík ráðabreytni ber vott um mikið fyrir-
hyggjuleysi, svo að ekki sé fastara að
orði kveðið.