Samtíðin - 01.11.1942, Blaðsíða 18
14
SAMTÍÐIN
að menn gefi kvittun, þegar þeir taka
við peningum. Viljið þér skrifa undir
þessa kvittun.
Hér var ekki um beiðni heldur
skipun að ræða. Kvittunin var tilbú-
in, og það var jafnvel búið að lima
greiðslumerkið á hana. Hvað átli ég
að gera. Þetta virtist svo sem allt
ofboð meinleysislegt, svo að ég skrif-
aði: Hefi með þakklæti meðtekið 10
sterlingspund. J. Roberts.
Ingi lávarður tók blaðið og veifaði
því, þangað til skriftin var orðin þurr.
Á meðan brosti bann lymskulega.
eins og honum er lagið.
— Yður er það auðvitað ljóst, að
þér liefðuð ekki átt að taka við þess-
um 10 pundum? sagði liann. En nú
hefur yður verið borgað og það meira
að segja ofborgað, svo að yður er
ráðlegast að halda yður saman. Þér
liafið orðið sekur um glæpsamlegt
athæfi. Er yður það Ijóst? Og hann
veifaði kvittuninni enn á ný til árétt-
ingar þvi, sem hann hafði sagt.
Ég sagðist hafa steingleymt öllu
og kvað hann ekki þurfa að óttast
mig, en þá hló liann kuldahlátur og
sagði mér að fara.
Og ég var ekki alveg búinn að bíta
úr nálinni. Ég hlýt að liafa sært bé-
gómadýrð þessa manns meira en
lílið, því að Iiann hafði ásett sér að
kvelja mig, svo að um munaði. Hann
ætlaði sér ekki að refsa mér fyrir
það, að ég hefði gerl neitt rangt,
heldur fyrir þá sök, að einhver skyldi
liða fyrir það, að virðuleiki hans bá-
göfgi hafði orðið fyrir áfalli. Nú ætl-
aði hann að ná sér niðri á mér.
Skömmu seinna missti ég atvinn-
una. Þvj var kennt nm, að ekki væri
nóg handa mér að starfa, en ég var
nú búinn að vinna hjá þessu fyrir-
tæki i 17 ár og ekki var piltum, sem
böfðu unnið þarna í 4 og 5 ár, sagt
upp störfum. Þér kunnið að lita svo
á, að þvílíkt og annað eins geti vel
komið fyrir nú á dögum, en þorpið
okkar er lítið, og það lýtur í einu og
öllu yfirráðum lávarðarins.
Hér við bættist, að ég var sektað-
ur um 10 sterlingspund fyrir veiði-
þjófnað. Auðvitað liafði ég veitt dýr
í ólevfi. Hver einasti maður i þorpinu
náði sér í eina eða tvær kanínur i
matinn, ef svo bar undir, og okkur
tókst alltaf að krækja í fáeina laxa
seinni liluta ársins. En ég lief aldrei
veitt akurhænsni né neitt jiess háttar,
því að ég er ekki fyrir fuglakjöt.
Eg var alls ekki á óleyfilegum veið-
um, þegar jieir handtóku mig. En
þeir fundu poka með fuglum í, sem
þeir sögðu, að ég hefði falið, og þeir
fundu fuglsfjaðrir grafnar niður í
garðinn hjá mér. Ingi lávarður dæm-
ir hér um öll mál manna, og ég skildi
fullvel, livað hann var að fara, þegar
hann sektaði mig um 10 sterlings-
pund.
En verst fór hann með mig, þegar
hann miðaði á aumasta blettinn á
mér. Sonur minn vann í bankanum i
þorpinu og rækti starf sitt prýðilega.
Mér var kunnugt um, að Ingi lávarð-
ur var i bankaráðinu, en mér datt
ekki i hug, að áhrif bans næðu eins
langt og raun varð á, né að hann væri
jafn rótarlegur gagnvart mér og brátt
kom á daginn. Sonur minn missti
stöðuna. Þeir sögðu, að hann væri
ekki starfi sínu vaxinn og að bann
væri latur í þokkabót, en ég þekkti