Samtíðin - 01.11.1942, Blaðsíða 20
16
SAMTÍDIN
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON :
Fáein áherzluatriði ísl. tungu
EINN MENNTAMANNA vorra, há-
skólagenginn í Höfn, sagði eilt
sinn í útvarpi, fullum liálsi, að sú
regla væri fullgild, að áherzla væri
á fyrsta atkvæði hvers orðs tungn
vorrar. Mér þótti þessi fullyrðing
ekki óyggjandi, en hefi þó þagað við
henni í þrjú ár eða lengur. Nú er
rætt og ritað sitt af hverju uni ís-
lenzkuna og deilt um orðalag liennar
og skipun greinarmerkja. Þó að mér
só ljóst, að ég hefi lilið bein i nefinu
lil þess að leggja orð í belg um þetta
mál - skortir lærdóm lil þess - lang-
ar mig til að minnast á eitt atriði:
áherzluna, sem lærði maðurinn drap
á. Þar mun eigi verða frá minni
hálfu borið i bakkafullan læk, þvi
að það atriði ber sjaldan á góma i
umræðum, sem snerta gott mál eða
gallað.
Fullyrðing lærða mannsins er að
mínu viti harla hæpin. Ég hygg, að
sum samsett orð leyfi og jafnvel
Iieimti fulla áherzlu á fyrsta og ann-
að atkvæði og þó meiri áherzlu á hið
síðara. Taka má til dæmis orðin l)lá-
þráður, hyldý])i, stálharka, gulgrænn
(hagi), vanstilltur og ólal slik orð.
Ég hefi heyrt marga alþýðumenn,
sem tala gott mál, hera slík orð fram
eftir sínu eigin höfði og geðþótla
sjiálfra sín. Þeir menn eru kallaðir
sérlundaðir, einkennilegir og gamal-
dags, sem fara einir fex-ða sinna í
oi’ðbragði og hátterni. En þeir geta
haft rétt fyrir sér eigi síður en hinir,
þó að sinar áherzlur noti.
Tunga vor er eigi við eina fjöl
felld. Hún er áþekk gæðingi, sem
kann seinagang, tölt, skeið, brokk og
stökk. Ég ætla, að ýmsar mállýzkur
sé samankomnar í íslenzkunni, frá
fornu fari, og er eigi undai'legt, þó
að tungan heri nokkurar minjar
þeirra orðmynda og þess hljóðfalls,
sem er aðfengið. Þetta, sem ég drap
á, um áherzlu annai's atkvæðis orða,
að sú áhei-zla ætli fullan rétl á sér
og gæti farið eftir geðþótta mæland-
ans — styðst við fornan skáldskap,
dróttkvæðan. Sú (auka-)-áhérzla er
alllið í dróttkvæðum og hrynhend-
um visurn alli’a skálda ísl. tungu frá
því norræn saga hófst og fram um
1500 a. m. k. Þau áherzludæmi munu
skipta hundruðum í þeim skáldskap,
sem nú er tiltækur. Ég grip hér nokk-
ur sýnishorn af handaliófi, og gríp
ég þá fyrst til hálfrar vísu, sem er í
Snorra-Eddu og einna bezt er gerð
allra vísna dróttkvæðra:
Hvatt kveða hræra Grotta
hergrimmastan skerja,
út fyr jarðar skauti
eylúðrs níu brúðir.
Þarna verður áherzla að lenda á
. . . .lúðurs þ. e. a. s. síðara (öðru)
atkvæði, til þess að hrynjandi hend-
ingar eða hljóðfall njóti sín i fram-
burði. Annað eins lislaskáld og höf-
undur þessarar vísu, mundi eigi leyfa