Samtíðin - 01.11.1942, Blaðsíða 25
SAMTJöIN
>1
hringarnir þurfa að fá markað fyrir
kafbáta, skriðdreka, flugvélar, fall-
byssur o. s. frv., eru stjórnmálamenn
og blaðamenn látnir skapa stríð.
Þessar voðalegu staðreyndir okkar
miklu tæknialdar eru of margbrotnar
og yfirgripsmildar til þess, að unnt
sé að gera þeim veruleg skil i þessari
grein. I þess stað skal reynt að draga
hér fram í dagsbirtuna, hverjir ráða
stríðsbrölti Japana, sem alveg er í
rauninni orðið óþolandi. Af þeim
staðreyndum, sem nú verður skýrt
frá, geta lesendur Samtíðarinnar
dregið sínar ályktanrr um mennina
bak við styrjaldaráróður annarra
þjóða.
RÓM \rAK ekk reist á einuni degi,
og óheillaklíka sú, er stendur
bak við stríðsæsingamennina i Japan,
skapaðist heldur ekki í gær. Nei, hér
er um 300 ára gamalt fyrirtæld að
ræða. Það er óþarfi að leita þess með
stækkunargler á lofti. Bak við keis-
arann, Tojo forsætisráðherra og aðra
menn, sem skreyta forsíður blaðanna
°g um er talað í sambandi við óeirðir
°g stríð af hálfu Japana, rís hinn
voldugi auðhringur Mitsui-ættarinnar
eins og fjall. Og nú skuluð þið heyra:
Kjarninn í þessu mikla auðvalds-
fyrirtæki, sem er ekki síður vandlega
skipulagt en auðhringar Evrópu og
Ameríku, er rúml. 300 ára gömul
vopnaverksmiðja. Hún var stofnuð
snemma á 17. öld af Tobuke Mitsui,
sem samtímis rak handveðlána-
stofnun.
Þessi frægi ættfaðir kunni þá list
að græða fé, því að þegar hann and-
uðist, var hann auðugasti maður Jap-
Við seljutn
allar fáanlegar vörur á bezta verði.
Seljum matvæli til skipa og
ferðalaga. Höfum margra ára
reynslu i útbúnaði til ferðalaga.
Matvæli. — Hreinlætisvörur.
Sælgæti. — Tóbaksvörur.
Ávallt nægar birgðir.
Hafnarstræti 16. — Sími: 2504.
önnumst húsa- og skiparaflagn-
ir, setjum upp vindrafstöðvar
fyrir sveitabæi og útvegum allt
efni til þeirra.
Sjáum um teikningar af stærri og
smærri rafveitum.
LAtOAVRO