Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS XIV Frá sjónarmiði blaðalesandans Eftir séra ÁRNA SIGURÐSSON fríkirkjuprest Hér í SAMTÍÐ- INNI birtist fyrir nokkuru sið- an vel rituð og skemmtileg grein um viðhorf dags- ins frá sjónarmiði blaðamannsins. -- Þessi fáorða hug- leiðing mín, sem rituð er frá sjónarmiði blaðalesand- ans, verður hvorki vel rituð né skemmtileg. Sá, sem liana ritar, hef- ur að likindum annað sjónarmið en margir blaðalesendur, liefur líklega fleira að athuga við íslenzka blaða- mennsku en mikill þorri þeirra, er blöðin lesa. En hann telur rétt, að þetta sjónarmið komi fram og vill lýsa þvi lireinskilnislega, en af velvild og vinsemd. Eitt er rétt að taka fram í upphafi þessara orða: Meginefni íslenzla-a blaða er stjórnmálabaráttan. Verður ekki hjá því komizt, að minnast eink- um á meðferð blaðanna á því við- fangsefni. Er þá rétt að kannast hreinlega við það, að ég er ekki meiri stjórnmálamaður en svo, að ég met meira vit, siðgæði og drengskap i meðferð mála en slægvizku og bellibrögð, og tel drengilega og djarf- mannlega baráttuaðferð hverjum málstað happasælasta, þegar til lengdar lætur. í sambandi við stjói’n- málabaráttuna sérstaklega vil ég og láta þess getið, sem öllum má skilj- anlegt vera, að það getur ekki reynzt gæfusamlegt þjóðinni til frambúðar, ef stjórnmálalíf landsins verður svo ógeðslegt, að fleiri og fleiri sæmi- legir menn firi’ist það og forðist og geti helzt ekki fengið sig til að taka á því, nema með töngum. Fjölnismenn komust svo að orði í stefnuskrá þeirri, er þeir settu riti sínu: „Tímaritin eru hentugri en flestar bækur aðrar, ti! að vekja líf- ið í þjóðunum og halda því vakandi, og til að efla frelsi þeirra, heill og menntun.“ Nú á dögum mun flest- um þykja þessi ummæli eiga við blöðin eigi síður og jafnvel fremur en tímaritin. Þá mætti og minna á þau fjögur atriði, senx Fjölnisnxenn vildu liafa að leiðarljósi i starfi sínu. Þau voru þessi: 1. nytsemin, 2. fegurðin, 3. sannleikurinn, og 4. það, sem gott er og siðsamlegt. Er nokkurt þessara ati-iða úrelt orðið? Og ef svo skyldi ekki vera: Ex’u þá ekki þessi atriði sigilt leiðar- ljós þeirn, seixi senda frá sér ritað nxál ? Blöðin, sem send eru imi á hvert Árni Sigurðsson

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.