Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 24
20 SAMTÍÐIN izt í vitleysu. Setningin „Sporin hræða“ — er uni nazista og þann- ig skýrð í greininni: „Þeir hafa geng- ið manna hezt fram í því að leggja í rústir fornfrægar byggingar banda- manna, allt frá sveitakirkjum Nor- egs til dómkirkjunnar í Coventry, Guildhall í London og ótalmargi-a annarra bygginga.“ Orðasambandið allt frá .... til, á aldrei að vera nema tvíliðað: allt frá jöklum til strandar t. d. Sé ann- ar liðurinn samsettur eða báðir, verða nátengdir eða samstæðir hlut- ir að vera í hvorum liðnum um sig, en ekki hroðvirknislega raðað sam- safn „ótalmargra annarra bygginga,“ eins og þarna stóð, bygginga í ýms- um löndum heims. Það tíðkast nú um stundir að rita um píslarvotta grimmdar, blóðtrú- ar og fasisma, píslarvotta hinna illu afla. Þetta kemur illa við óspillta menn, sem vita bæði, hvað orðin merkja, og hitt, hvað gerist. En taki ég orðin bókstaflega og megi ég „skemmta með hinum óskemmti- legasta hlut“ eins og meistari Jón kvað, sýnist mér, að píslarvottar blóðþorstans séu blóðtrúarmennirn- ir sjálfir, en eigi fóinarlömb þeirra, og „píslarvottar illra afla“ séu pisl- arvottar djöfulsins og trúarinnar á hann. — Fyrr voru uppi píslarvottar helgrar trúar, það voru þeir, sem vottuðu trú sina með því að standast píslir. Þeir hétu píslarvottar Krists. Enginn getur talizt pislarvottur, nema hann eigi trú og málstað og votti i þjáningunum um gildi þess. Hálsbindagerðin Jakobína Ásmundsdóttir Suðurgötu 13, Reykjavík. Sími 2759. Býr til alls konar hálsbindi, trefla og slæður. Selur kaupmönnum og kaupfélög- um um land allt. Fyrsta flokks efni og vinna. acQ/Þetta V merki . V JjtW tryggir \ÆW yður gæðin. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 15, Reykjavík smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir Þakglugga, allar stærðir og gerðir Olíukassa i báta og skip Benzingeyma i bila og báta Loftrör, allar stærðir Lofttúður o. fl. Fljót afgreiðsla. Lágt verð. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 15, Reykjavík

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.