Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 19
SAMTlÐIN 15 — Dreptu hann! sárbáðu þeir. — Dreptu hann, Manuel! — Standið þér upp! mælti Diaz. Morales hlýddi. Hann titraði allur fná hvirfli til ilja og var á að líta eins og heljarmikið, beinlaust kjöt- flykki. — Morales, mælti Diaz. — Þér get- ið farið. í kvöld verður yður fylgt um horð í ameríkskt skip. Yður verður ekkert mein gert. Morales vissi alls ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. — Get farið! tautaði hann. Farið! A ég þá ekki að deyja? — Þér eruð þegar dauður, mælti Diaz. — Myndavélarnar hafa kvik- myndað andlát yðar. Á morgun mun öll þjóðin fá að sjá það. Hypjið yður nú tafarlaust burt, áður en mér snýst hugur. Morales skreiddist til dyra. Mynda- vélarnar störðu á hann sínum hlut- lausu augum. Dyrnar opnuðust. Morales skjögraði út. Marghleypan glamraði á skrifborð- inu, um leið og Diaz setlist þunglama- lega á stól sinn. — 0, jæja, hugsaði hann og hrosti þreytulega, —- hér hefur sannast hið fornkveðna: 'flug- laus maður deyr oft —• oft og mörg- um sinnum. — Ég vona, mælti hann og varp öndinni léttara, — að hefndarþorsta þjóðar minnar verði fullnægt, þegar hún fær að sjá kvikmyndina og verð- ur þannig sjónarvottur að liinum margendurtekna dauða Moralesar. Þeir örfáu áskrifendur í Rvík oa Hafn- arfirði, sem enn eiga ógreitt árgjald Sam- tíðarinnar 1944, eru beðnir að greiða það nú þegar. Bókmenntagetraun Samtíðarinnar Hverjir liafa skrifað þessar smá- sögur? — Svörin eru á hls. 29. 1. Síðasta fullið. 2. Bondóla kasa. 3. Sporin i mjoll'nni. 4. Bros’ð 5. Þurrkur. TDONINE gamli læknir er dáinn. ' Sjúklingar strevmdu til hans í stórum fólksflutningavögnum, sem þeir leigðu sér í félagi i Cliicago og óku í til smábæjarins Niles í Michiganfylki, þar sem hann átl: heima. Hann hafði lækningastofu uppi á lofti í húsi einu i miðju Aðal- stræii. Bonine var augnlæknir, og oft leit- uðu 500 sjúklingai' til hans á dag. Þeir stóðu í röð i biðstofu hans, og röðin náði alla leið niður stigann og langt út á stræti. Fyrsta læknisskoðun hans kostaði venjulega 2 dollara og seinni aðgerð- irnar 1 dollara hver. Enginn naut þar neinna sérréttinda. Menn voru skoðaðir eftir röð. Á þeim 40 árum, sem Bonine stundaði augnlækning- ar, taldist honum til, að samtals 1 miljón og 500.000 sjúklingar hefðu leitað til hans. (Úr Hospital Topics, U. S. A.). Beztu kaupin gera allir í verzlun Guðjóns Jónssonar á Hverfisgötu 50 Sínii 3414.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.