Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN segja þetta, ég veit það, En er það ekki allt of satt, og dæmin nærtæk og deginum ljósari? Það er vitað mál, að vér fslend- ingar viljum fyrir hvern mun lesa blöðin, viljum ekki án þeirra vera. Þau flytja líka ýmislegt efni, sem gagnlegt getur verið í daglegu lífi, hagnýtar leiðbeiningar, fræðslugrein- ir og fnásagnir ýmsar, sem fróðleg- ar eru, og skemmtiefni til hugar- léttis og hressandi hláturs. Er margt af þessu góðra gjalda vert og ber þess vott, að blaðamenn þá, er um þessi efni fjalla, langar að leysa lilutverk sitt vel af hendi og vinna blaðalesendum það tvennt, sem á að fara saman, að gleðja og gagna. Sumir úr hópi vor blaðalesenda lesa blöðin vegna þessa efnis, en eru orðnir þreyttir og leiðir á þeim anda, sem ræður i stjórnmálagreinunum. Einhvers staðar hef ég lesið, að erlendur fræðimaður á miðöldum, er hét Giraldus Cambrensis, ef ég man rétt, ritaði þessa þjóðarlýsingu um íslendinga: „Þjóðin, sem býr þar, er fámál og sannorð. Hún talar fátt og stutt, og þarf ekki að sverja, því að hún kann ekki að ljúga. Hún hef- ir á engu slíka andstyggð sem lyg- inni.“ |Hvað mundi sá gamli þulur segja, ef hann væri nú á dögum og ætti þess kost að kynna sér sumt i umræðum íslenzkra blaða um vanda- mál þjóðarinnar? Mundi ekki bless- aður karlinn liugsa sig um tvisvar, áður en hann gæfi oss íslendingum tuttugustu aldarinnar svo glæsilegan vitnisburð? En gaman væri, ef ís- lenzku blöðin, et svo margir lesa, vildu taka að sér forystuna í þeirri siðabót, sem fram þarf að fara til þess að vinna íslenzku þjóðinni slíkan vitnisburð, er teljast má hið hæsta hrós. Hvernig eiga þá blöðin að vera? Frá mínu sjónarmiði er þess fyrst að óska, að allir, er blöðum stjórna og rita í þau að staðaldri, sjái það skýrt og skilji, að þeir eiga ásamt öðrum áhrifamönnum og menning- arfrömuðum þjóðarinnar, að vinna að þjóðarþroska, efla vit og glögg- skyggni lesenda, félagslegan skiln- ing þeirra og samfélags-siðgæði, og leggja með því óbrotgjarnan, traust- an grundvöll þjóðræðisins og þjóð- menningarinnar. Þeir eiga að kann- ast við þá helgustu skyldu sína, að setja heill alþjóðar um alla fram- tið ofar flokkshagsmunum líðandi stundar. Þeir geta trúað heitt og fast á hugsjónir sinnar stefnu fjæir þvi og sýnt þá trú sína með því að kenna lesendum sínum að liugsa skýrt og sjálfstætt um miálin sjálf, í trausti þess að þau sigri með sín- um góðu rökum. Láti þeir röksemd- irnar og þekkinguna tala í hverju máli, geta þeir orðið þjóð sinni þarf- ir vegsögumenn i áttina til þess betra framtíðarríkis, sem allir góðir Is- lendingar vilja láta niðjum sínum eftir. Þrejdi þeir því orðspeki og rökfimi með snjöllum orðum á fögru og skýru íslenzku máli. Eigi er að sakast um, þótt sú viðureign á rit- vellinum sé stórhögg og þunghögg, þegar þvi er að skipta, ef aldrei er höggið klækishöggi, heldur barizt með réttum rökum. Eigi sakar, þótt vopnin biti vel, ef vegið er beint framan að og aldrei er eitur í eggjum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.