Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.05.1944, Blaðsíða 12
8 SAMTlÐIN MERKIR SAMTÍÐARMENN Steingrímur Guðmundsson, prentsmiðjustjóri RíkisprentsmiSj- uniiar Gutenberg, er fæddur í Gufudal í Barðastrandarsýslu 21. maí 1891. Foreldrar: Séra Guðm. Guðmundsson, prestur þar, síðar ritstjóri á ísafirði, og kona hans, Rebekka Jónsdótt- ir, alþm. Sigurðssonar á Gautlöndum. — Steingrímur ólst upp lil fermingaraldurs í Gufudal, en lærði prentiðn á ísafirði á árunum 1905—10 i prentsmiðju Vestra. Hann vann í prentsm. Odds Björnssonar á Akureyri 1910—11. en siðan í Gutenberg í Reykjavík til 1914. Það ár fór hann til Khafnar Steingrímur og vann i prcntsm. S. L. Mþllers 1914—18, siðan Guðmundsson Mt THÉS® aftur- i Gutenberg 1918—19, en þvi næst hjá s Gyldendal í Khofn til 1929. Muttist hann þa heim og gerðist i ársbyrjun 1930 prentsmiðju- stjóri í Gutenberg, er ríkið tók við rekstri henn- ar. Hefur hann síðan helgað jiessu fyrirtæki óskipta starfskrafta sína, en að sjálfsögðu einnig sinnt margs konar störfum í sambandi við rekst- ur þess. — Steingrímur er gáfumaður, svo sem hann á kyn til, fjölmenntaður og viðsýnn. Hann er starfsmaður mikill og vævi þá vel, ef slíkur afbragðsmaður væri í hverju opinberu slarfi í þessu þjóðfélagi. Hann samein- M. Oberon John Masefield, brezka lárvið- arskáldið, er fæddur í Led- bury 1. júní 1878, og var faðir hans málaflutnings- maður. Eftir venjulega skólamenntun i Warwick fór John Masefield í siglingar, en hvarf siðan frá því starfi og fór til Bandaríkjanna. Mase- field er allt í senn, Ijóðskáld, sagnaskáld og leikritaskáld. Hann var kjörinn lárviðarskáld 9. mai 1930. Arið 1933 flutli hann fvrirlestra í Bandarikjun- um. Síðan i stríðsbyrjun hefur hann ritað mikið, m. a. athygli- verða bók um undanhald Breta frá Dunkirk í maí 1940. O’Neill Eugene O’NeilI, hinn heimsfrægi, ameriski leik- ritahöfundur, er fæddur árið 1888. Hann var á árunum 190(5—07 nemandi við Princeton-háskól- ann og 1914—15 við Harvard-háskóla. O’Neill hefur lagt margt á gjörva hönd. Hann hefur m.a. verið sjómaður, leikari, blaðamaður o. fl. Síðan 1920 hefur hann verið talinn fremsta leik- ritaskáld Bandaríkjanna. Ilann hefur skrifað geysimörg leikrit, m. a. „Thirst“ (1914), „Bound east for Cardiff" (1910), „The moon of the Car- ibbies“ (1918), „Beyond the horizon" (1920), „Anna Christie“ (1921) o. m. fl. 1 fyrstu verlcum O’Neills þótti kenna áhrifa frá Nietzsche, Wedekind, Strindberg, Kipling, Jack London og Josepli Conrad, en nú eru þær raddir, er svo mællu, þagnaðar. O’Neill fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1936. ar þá eiginleika að vera rétt- sýnn, einarður og frjálslyndur í senn. Hann kvæntist 1919 Eggrúnu Arnórsdóttur (síðast prests i Hvammi í Laxárdal í Skagafirði, Árnasonar), hinni ágætustu konu. Merle Oberon kvikmyndaleik- kona heitir réttu nafni Queenie Thompson. Hún er fædd i Tas- maniu i Ástr- alíu árið 1911. Ilún er fögur kona, dökk á brún og brá. Gerði samning 1932 við Lon- don Film Pro- ductions til 5 ára og hefur síðan leikið mjög mikið. Masefield Richard Tauber, hinn heimsfrægi söngvari, er fæddur í Linz, i þáverandi Austurriki, og er nú fimmtugur að aldri. Tauber stundaði tónlistarnám í Frankfurt am Main og hugðist fyrst að verða hljómlistarstjóri, en lagði þvi næst stund á söng! Hann hefur sungið opinberlega í flestum meiri háttar söngleikahúsum í Evrópu við mikinn orðstír. Hann hefur mjög fagra tenórrödd. Tauber

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.