Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 Shakespeare’s- leikhúsið i Stratford- on-Avon. ifggimJ. irð á þeim tíma, er William Shake- speare var skírður. (Einu sinni not- uð sem garðker). Endurheimt af kirkjunni árið 1860. Skírnarlaug- in, sem W. S. var skírður úr 26. april 1564. Vigð fyrir heilaga skirn fyrir meira en 500 árum, og notuð enn þann dag i dag.“ Margt er þarna annað merkilegt að sjá, sem ekki verður talið hér. í kirkjunni ríkti djúp og heilög kyrrð. Það var liðið á daginn. Klukkan var nú að verða þrjú, og ég flýtti mér að leikliúsinu. Það var auð- fundið. Það er mikið hús og fag- urt. Spölkorn fyrir framan það stendur Shakespeare’s-líkneski. Leikhúsið stendur við ána Avon og er þar mjög fagurt um að litast. Þegar ég kom að leikliúsinu, var þar löng röð af fólki, sem beið eftir þvi að geta keypt aðgöngumiða. Eins og fyrir mig hafði verið lagt. fór ég bakdyramegin. Mér gekk vel að ná tali af Mr. Savery. Ég fékk honuni bréfið og sagði honum, hver og hvaðan ég væri. Og er liann hafði lesið hréfið frá vini sínum, Robin- son, varð hann brosliýr og sagði, að sér væri ánægja að sýna mér leik- húsið og einnig að útvega mér miða að leiksýningunni kl. 4%. Mr. Sav- ery var góðlegur maður, gráhærð- ur, á að gizka um fimmtugt. Hann sagði mér í fáum dráttum sögu leikhússins, áður en hann sýndi mér það. Það var fyrst byggt árið 1830, úr timbri. Það var endurbyggt 1864, einnig viðbvgging. Árið 1879 reis upp vegleg hygging og var opn- uð sama ár. Það hús brann 1926 og var síðar reist hús það, er nú er notað. Það var árið 1932. í þessu húsi er þrískipt leiksvið, þannig, að miðpartinum er hlej'pt

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.