Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN un garðsins er nijög ábótavant. A Ivo vegu, fasl upp að honum, voru ræktaðar gulrófur. Það er ógleym- anlcg sjón og ömurleg. Við liitt skólasetrið hafði kirkjugarðurinn verið lagður niður sem grafreitur og var nú sorphaugur. En uppi hékk nógu mikið af liinu gamla sáluhliði til að gefa til kynna, að liaugur þessi hefði einu sinni verið helgur reitur, síðasti hvílustaður horfinna feðra og mæðra. „Ilvar er menning ís- lendinga?“ varð mér að hugsa. Aðr- ar þjóðir telja það vott sannrar menningar, að minning hinna látnu sé á allan hátt í heiðri liöfð. Hér lítur út fyrir, að þessu sé annan veg farið, og er eigi kyn, þótt svo væri, l>ar sem fjölsóttir skólar ganga á undan með slíkt fordæmi, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Slíkt ælti vitanlega ekki að eiga sér stað. Það slcapar óholl áhrif, sljóvgar og spillir fegurðarþrá og ræktarsemi hinnar upprennandi æsku, og er þá mikils misst. Enn munu finnast hér á landi kirkjugarðar, sem eru ógirt- ir hithagar. Á meðan svo er ástatt, verður þar aldrei þá fegurð og frið að finna, sem einkennir varða og vcl hirta kirkjureiti. Reykjavík á tvo kirkjugarða, og þar hvila mörg lielztu stórmenni þessarar þjóðar. Garðarnir eru vel hirtir, en nokkuð vantar þó á, að þeir séu friðhelgir og að almenn- ingur geri sér Ijóst, að þar á aðeins við hin prúðasta umgengni. Þar má oft sjá hin ógeðslegustu vegsum- merki sóðaskapar og ómenningar, og er þó miklu fé og vinnu varið til að reyna að halda görðuhum ; hreinum. Mér er kunnugt um, að kirkjugarðsvörðurinn og hans lið, við gamla kirkjugarðinn, reynir að gera sitt til að vernda og prýða liann. En það er ekki nóg. Þeirra hendur eru svo hundnar. Þar, sem fólkið á sjálft að liirða leiðin sín (en umræddur kirkjugarður ber þess ótvíræðan vott, að margir hafa með öllu gleymt leiðunum sinum), má sjá hlið við hlið leiði, sem hirt eru af smekkvísi og ástúð, og önnur vanhirt og yfirgefin, og er þvílíkt óþolandi ósamræmi. Öllum, sem hugsa fram i timann, má ljóst vera, að kirkjngarðurinn í hjarta höfuðhorgarinnar ætti að verða hennar fegursti skrúðgarður i framtiðinni; þess vegna her að leggja meiri rækt við hirðingu hans, útrýma öllum matjurtum og illgresi, í stað þess að auka stöðugt við alls konar steinverk innan hans, sem seinna verður að verja stórfé til að fjarlægja þaðan, þegar lærzt hefur að gera meiri kröfur til slikra staða. Fossvogs-kirkjugarðurinn er nýrri og skipulegri, en þar er lika allt of mikið gert að því að steypa íburð- armiklar girðingar utan um leiðin. „En hvað á að gera?“ munuð þið spyrja. Hermannareiturinn í Fossvogs- kirkjtigarði er góð fyrirmynd þess, sem gera skal. Þar er skipulega, smekklega og lilýlega frá öllu geng- ið, og verður ekkert óhemju verk eða kostnaður að gera þar skrúð- .garð seinna meir. Minnismerki óþekkta sjómanns- ins ftr þar líka. Það stehdur lágt á milli leiða, og er öllu til skila

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.