Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 7 DR. ÁSKELL LDVE : lllgresið lætur í minni pokann AÐ ERU ef tii vill milljón ár, siðan menn létu sér fyrst detta í hug að sá ákveðnum fræjum heima við til að spara sér hlaupin um skóg- ana og slétturnar í leit að rótum og aldinum. Við höfum aðeins óljósa hugmynd um, hvernig hin fyrsta ræktun var, en fyrir um tíu þúsund órum var akuryrkjan komin á all- hátt stig á nokkrum stöðum á jörð- inni. Þótt ræktunin hafi stöðugt verið að nema ný lönd í allt að milljón ár, hafa mennirnir ætíð háð sömu orrustuna sumar hvert. Hið ræktaða land er oftast betra og eftir- sóknarverðara en óræktarlöndin i kring, svo að ýmsar villtar jurtir hafa "\töðugt sótt þangað óboðnar. Ekki ósjaldan hefur maðurinn sleppt þeim inn óviljandi með áburðinum eða jafnvel með fræi nytjajurtanna. Hinir óboðnu gestir kæfa stundum ræktuðu jurtirnar og minnka upp- skeruna allverulega hvert einasta ár. Þessir óboðnu gestir jarðyrkjunn- ar hafa verið nefndir illgresi á nor- rænum málum. Löngu áður en sög- ur hófust, notuðu mennirnir berar hendurnar til að reyta þau upp með rótum, og það var að heita eir ::. að- ferðin, sem notuð var til að eyða illgresi, þar til fyrir um hálfri ann- arri öld. Laust eftir frönsku bylt- inguna var farið'að nota ýmis tæki i orrustunni við hina óboðnu gesti akranna, og síðan hafa alls kyns vélar vei’ið fundnar upp til að upp- ræta illgresið. Allar hafa þær þó vei’ið það ófullkomnar, að engum hefur dottið í hug að telja þær neinn fullnaðarsigur í baráttunni við boð- flennux-nar. I nokkx-a áratugi hafa efnafræð- ingar reynt að ljá yrkjendum jarð- arinnar lið í hinu ójafna striði. Þeir hafa leitað upp ýmis efni, sem ill- gresin eru ekki hrifin af, og með þeim liefur verið hægt að auðvelda eyðingu þeirra að mun. Samt hafa þau flest verið með því markinu brennd, að nytjajurtii’nar þola þau ekki heldur, og flest hafa þau líka verið það sterk, að illt hefur verið að nota þau, nema við sérstakar að- stæður. Tröllamjöl er eitt þessara ófullkomnu illgresislyfja. „KIorex“ heitir annað. Hið þriðja er brerini- steirissýra, og upptalningunni mætti halda áfrarn lengi. Nær öll þessi lyf deyða því miður aðeins einærar jurt- ir og ofanjarðarhluta hinna fjölæru, svo að fæstir hafa verið fyllilega á- nægðir með þau. Sennilega verður aldrei hægt að finna illgresislyf, sem ekki gerir neinum nytjajurtum mein, því að allmargar nytjajurtir eru ná- skyldar verstu illgresistegundunum. Á Islandi er frekar fátt um illgresi, en þær tegundir, sem mestan usla gera, eru þó sízt smátækari á arð hins ræktaða lands en félagar þeirra í öðrum löndum. Arfinn er almennt

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.