Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN BETH CAMPBELL: Fremsta kona pORSETAFRÚ Bandaríkjanna, Bess “ Wallace Truman, er fremsta kona Bandaríkjanna („the first lady of the land,“ eins og Bandarikjamenn kom- ast sjálfir að orði). Áður en hún fluttist inn í Hvíta húsið í Washing- ton, lifði hún sams konar lífi og milljónir annarra kvenna vestan hafs, gegndi hvers konar heimilis- störfum og var í hvívetna önnur hönd manns síns. Áður fyrr var hún vön að fylgja litlu dóttur sinni í skólann og sækja hana þangað dag hvern að loknu skólastarfi, en það er nú orðið langt síðan. Orð er á því haft, hve annt henni var um uppeldi þessarar einka- dóttur þeirra hjóna, og varla leið svo dagur, að hún spyrði ekki kenn- arana, hvernig telpunni hefði geng- ið námið þann daginn. Frú Truman er nú hátt á sextugs- aldri. Hún er fyrirmyndarhúsmóðir, sem kann prýðilega til allra eldhúss- verka og þjónustubragða, en er auk þess hagsýn og ráðdeildarsöm hús- móðir í hvívetna. Lengst af hefur hún enga vinnustúlku haft, og átti hún því lítt heiman gengt með manni sínum, meðan dóttir þeirra var enn kornung. Það er hverju orði sannara, að líf forsetafrúarinníft- hefur verið áþekkt lífi alls þorra annarra hús- mæðra í Bandaríkjunum, en þar með er ekki sagt, að hún sé sjálf Bandaríkjanna hversdagskona. 1 því sambandi má geta þess, að hún hefur fylgt manni sínum stig af stigi í valdabaráttu hans, án þess að sigrar hans hafi nokkurn tíma stigið henni hið allra minnsta til höfuðs. Frú Truman er vissulega engin hversdagskona. Það eru áreiðanlega ekki allar konur, sem átt hafa því láni að fagna að hljóta af vörum manna sinna sams konar vitnisburð og Truman for- seti gaf konu sinni síðastliðið ár. Forsetinn komst þannig að orði: „Hún er aðalráðgjafi minn. Ég sem aldrei svo ræðu, að ég láti konu mína ekki lesa hana með mér. Þetta verð ég að gera, af því að ég er svo önnum kafinn, og ég tek aldrei neina álcvörðun, án þess að hún hafi léð henni samþykki sitt.“ Oft hefur forsetinn látið svo um mælt, að kona hans sé eina stúlka, sem hann hafi nokkum tíma litið hýru augu. Hann kallár hana ýmist „stúlkuna sína, yfirboðara sinn eða kærustuna sína.“ Þau kynntust í sunnudagaskóla, þegar hann var 7 ára, en hún 6, og urðu brátt alda- vinir, enda þótt þau væru af sitt hvorum trúarflokki. Oft bar hann bækurnar hennar heim, þegar þau stunduðu unglingaskólanám saman í Missouri, og árið 1919, þegar hann kom lieim úr heimsstyrjöldinni fyrri, major að nafnbót, giftust þau. Frú Tmman er af merku fólki

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.