Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN Hardy sagði Jim Stokes að vera hægra megin og Spensley vinstra megin við hana. Karlmennirnir höfðu allir sagzt vera syndir. Hardy var sjálfur milli spænsku stúlkunnar og frú Forsythe og maðurinn hennar vinstra megin við hana. Á hægri hönd lionum var svo ungfrú Norris og Brent vinstra megin við hana. „Þetta verður sjálfsagt ágætt, eins og á stendui’," hugsaði Maxine, „en ekki hefði ég raðað þeim svona við miðdegisverðarborð.“ Hin fjarstæða hugsun, að þetta væri matborð, á- sótti Maxine. Sporöskjulagaður hringurinn, myndaður úr björgunar- hringjum, minnti á matborð. Höfuð og herðar fólksins stóðu upp úr sjón- um — það voru gestirnir. Hún hafði orð á þessu við Brent. Hann kink- aði kolli. „Ég vona, að fyrsti rétt- urinn sé vel heit súpa,“ sagði liann. „Haldið ykkur þétt saman og hald- ið ykkur fast,“ kallaði flugmaðurinn. „Þeir, sem eru syndir, geta skipt um hönd öðru hvoru, en hinir verða að halda sér fast með báðum liönd- um. Það verður saga til næsta bæjar, þegar við verðum öll komin heim til okkar,“ bætti hann góðlátlega við. „Við höfum samband við tvö skip. „Haldið þér, að þau sjái okkur? Skyggnið er ekki gott,“ greip For- sythe fram í fyrir honum. „Þeir leita okkar og þeir hafa sterk leitarljós," anzaði flugmaðurinn. „Þangað til skulum við æfa okkur í að kalla öll í einu til þess að hjálpa þeim að finna okkur, þegar við sjáum skip koma. Svona: . Hallóóóó, hallóóóó. Reynið þið, öll i einu, 1-2-3: Hallóóóó“. Þau æfðu sig, þangað til þau voru orðin hás. Það gaf þeim að minnsta kosti siðferðilegt þrek, þó að árangurinn yrði enginn annar. Max- ine sá það á hverju andliti, þegar hún leit í kringum sig, nema á Carrillo; hún starði út í bláinn eins og stein- gervingur. Allir hinir léku hlutverk sín með prjrði. Billie Bowen var að spauga við Stokes. Maxine dáðist að þeim. Það var gott að vera nálægt svona fólki á hættustund. Forsythe- hjónin ræddust við. Einhver spurði, hvað klukkan væri. Enginn vissi það, en j'msir gizkuðu á það. Warren hélt, að hún væri kringum hálf þrjú. Stok- es samþykkti það. „Ef svo er, höfum við verið í sjónum í tvær ldukku- stundir,“ sagði Arensky. Maxine varð litið til hans. Hann var mjög fölur, og bindið um höfuð hans var blóð- ugt, en hann horfðist í augu við hana og brosti, svo að skein í hvítar tenn- urnar. „Fer vel um yður?“ spurði liann kurteisislega. „Prýðilega,“ svar- aði hún og reyndi að brosa á móti. „En sár yðar, er það?“ .. . „Það er ekkert,“ sagði hann og leit til Car- rillo. Hún virti liann ekki viðlits. Spensley synti í kringum hringinn til að liðka sig, eins og hann komst að orði. öllum var ljóst, að hann var hræddur. Hardy horfði kuldalega til hans, en gerði enga athugasemd. Ungfrú Bowen bað hann að færa sér brauðsneið, næst þegar hann kæmi. „Það er ekki af því, að ég sé að finna að,“ sagði hún, „en þjónarnir hér eru ekki eins liprir og þeir, sem ég er vön.“ Florence Norris hló. Þetta hlaut að laka enda. Það gat ekki gengið svona til lengdar. Þrettán manns svamlandi úti i reginhafi,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.