Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 er hægt að losa sig fyllilega við arfa úr nýrækt, ef hann er úðaður nógu snemma, og eins er hægt að eyða honum úr öðrum ræktarlöndum með vissri varúð. Sóleyjar hverfa fvlli- lega úr túnum, ef þau eru úðuð með efnunum, þegar gras er í vexti, en vegna grassins er þó heppilegt að bera ammóníumsúlfat á túnið viku áður en úðunin er framkvæmd. Fíflar og skarifíflar þ'ola efnin illa, og sama er að segja um gleymérei, njóla, þistla, hjartarfa og allmargar jurtir aðrar. Það er oft verið að telja eftir það litla fé, sem veitt er til hagnýtra og fræðilegra náttúrurannsókna á þessu landi, og í hvert skipti sem sérfræð- ingar leggja fram áætlanir sínar, eru ósérfróðir stjórnmálamenn reiðu- búnir að skera þær niður að ein- hverju eða öllu leyti. Á sviði land- búnaðarins ganga nú að minnsta kosti þrír ómetanlegir sérfræðingar atvinnulausir, vegna þess að ríkið „hefur ekki ráð á“ að greiða þeim laun og veita þeim síarfsaðstæður. En öll vísindastarfsemi á sviði jarð- ræktar getur borið sig álíka vel og eyðing illgresisins, cf klastrarar eru ekki látnir fást við hana sem ^uka- starf frá öðru. Ef illgresinu íslenzka er eytt á grundvelli sérþekkingar vís- indanna, ættu skilningarvit aurasáln- anna að geta sagt þjóðinni, að það horgar sig að leggja hluta úr millj- ón í starf, sem gcfur aukalega í ár- legan arð að minnsta lcosti 5—10 milljónir króna. lltvegið Samtíðinni áskrifendur meðal kunningja yðar. jy|AURAPCKI einn andaðist nýlega. Hann knúði hurðir hjá Sánkti Pétri. „Hver ert þú?“ spurði Sánkti Pét- ur. Maðurinn nefndi nafn sitt. „Hvað er þér á höndum?“ spurði Pétur. „Ég vil komast inn til ykkar,“ anz- aði maðurinn. „Hvað hefur þú gert, sem réttlæti þá ósk?“ spurði Pétur. „Fyrir síðustu jól sendi ég fátækri ekkju tíu krónur í jólagjöf“. „Gabríel, er það á spjaldinu hans í spjaldskrárkassanum?“ spurði Pét- ur. „Já, Sánkti Pétur, það er fært hon- um þar til tekna“ anzaði Gabríel. „Og hváð hefurðu gert fleira?“ spurði Pétur. „Fleira, ja bíðum við. Jú, ég gaf einu sinni fátækum blaðsöludreng, sem var alveg að krókna, túkall“. „Gabríel, er það líka á spjaldinu hans?“ „Já, Sánkti Pétur“. „Og fleira?“ „Ekki svo . ég muni“. . „Hvað heldurðu, að við ættum að gera við þennan náunga, Gabríel?" „Endurgreiða honum þessar tólf krónur og senda hann rakleitt til vítis“. Allar fáanlegar SPORTVÖRUR á einum stað. Austurstræti 4 . Sími 6538

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.