Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN „Það er satt. Ég heyri þungt brim- hljóð. Heyrið þið það ekki? Hlust- ið þið.“ 1 þetta sinn svaraði Warren þreytulega: „Gersamlega óhugsandi. Ég er hræddur um, að ímyndunar- aflið sé að fara með yður í gönur. Það er engin eyja í minna en 200 mílna fjarlægð." Það ríkti óhugnanleg þögn við hið vaggandi borð. Eftir hverju biðu þau? Hnútarnir á kaðlinum, sem tengdi bjarghringinn hennar við þann næsta, höfðu losnað. Það skipti engu máli. — Nú, hvað var þetta? Einhver féll í sjóinn. Eftir nokkur andartök þrengdi Spensley sér milli Maxine og Brents. Hann klemmdi hendurnar ofboðs- lega um hálsinn á Brent og þvaðraði einhverja vitleysu. Brent reyndi ár- angurslaust að slíta sig af honum, en þjónninn var orðinn óður og hafði óðs manns krafta. Maxine fór að reyna að hjálpa Brent, missti tak beggja handa og sökk. Henni skaut upp aftur. Bjarminn frá vasaljósi Warrens skein framan í hana. Hún fann, hvernig þeir gripu báðir í hana. Brent kleip hana, sleppti henni aft- ur og æpti. Hún varð vör við, að bjarghringn- um hennar var hent til hennar, heyrði hljóðin í Billie Bowen og að Forsythe var að reyna að þagga nið- ur í konunni sinni. Allt í einu dóu hljóðin út. Hún heyrði ekkert annað en brimhljóð. Þungt brim lamdi ein- hverja óþekkta strönd. Framh. Á leið til þroska VátJ vá há nírœÍa. il?á(d (jeorcje &emard (LdLau/. [Þegar G. Bernard Shaw varð níræður, 26. júlí s.l., átti Hayden Church, sem Shaw vill helzt tala við, ef um blaðamenn er að ræða, alllangt tal við hann. Aðalefni við- talsins fer hér á eftir.] tAÐ Á EKKI að líta á dauðann sem eðlilegt og óhjákvæmilegt fyrirbrigði. Við deyjum, af þvi að við vitum ekki, hvernig á að lifa og drep- um okkur á banvænum venjum. Dauðsföll ‘ættu ekki að hljótast af öðru en morðum, sjálfsmorðum og dauðaslysum,“ sagði George Bernard Sliaw við mig, er ég átti tal við hann á heimili hans í þorpinu, Ayot St. Lawrence, kvöldið áður en hann varð níræður. Shaw lítur svo á, að unnt sé að verða 300 ára, enda sé sjálfgert að stefna að þvi að ná að minnsta kosti þeim aldri. 300 ára æviskeið er að lians dómi nauðsyn- legt, til þess að menn fái öðlazt póli- tiskan þroska, enda telur hann mann- legt líf litilsvert, ef það sé skemmra. Eins og nú standa sakir, álítur hann mannsævina allt of stutta, til þess að nokkuð sé leggjandi upp úr því að lifa lifinu. „Mundu það,“ sagði Shaw við mig, „að breytni okkar stjórnast ekki af reynslu okkar, heldur eftirvæntingu. Látið mann hfa aðeins i 70 ár, og hann mun alltaf vera að stagast á

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.