Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.04.1947, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN talinn versta illgresið í görðum og nýrækt, en á túnum og grasblettum eru fíflar, sóleyjar og mosi eflaust mestu skaðræðisgripirnir. Hér á landi hafa engar rannsóknir verið gerðar á því tjóni, sem illgresið veldur árlega, og ekkert fé hefur nokkru sinni verið veitt til rann- sókna á aðferðum til að losa þjóð- ina við vágestina eða minnka áhrif þeirra. Kannske er það ekki von, því að margfalt mikilvægari hlutir hafa verið látnir fara í súginn vegna tóm- lætis valdhafanna, þegar vísindastarf- semi hefir átt í hlut. Tjón það, sem illgresið veldur ár- lega i Svíþjóð, er metið lágt á 400— 500 milljónir króna, og það er efa- laust ekki of hátt áætlað, þótt talið sé, að illgresi valdi íslenzku þjóð- inni 5—10 milljón króna tekjurýrn- un ár hvert. Erlendis er það talin vera framúrskarandi góð meðferð á almannafé að veita ríflega til þeirra vísinda, sem fást við upprætingu illgresis og aðra aukningu uppsker- unnar, en „hæfustu mönnum þjóð- arinnar“ finnst víst hagurinn annar á Islandi. Fyrir nokkrum árum komust vís- indin, sem fást við eyðingu illgresis, inn á nýjar brautir, sem taldar eru vænlegri til fullnaðarsigurs en allar fyrri aðferðirnar til samans. Þessar nýju aðferðir byggjast á vaxtar- hvötum, líkt og lyfin til að fyrir- byggja spírun kartaflna, sem sagt var frá í þessu tímariti í fyrrasumar. Vaxtarhvatarnir auka vöxt jurta, ef örlítið er af þeim, en sé magn þeirra komið upp fyrir ákveðið mark, v.erka þeir sem eitur. Amer- ískum og enskum sérfræðingum datt í hug rétt fyrir stríð, að ef til vill væri hægt að finna efni, sem líktust vaxtarhvötum og jurtimar væru sólgnar í, en verkuðu sem eit- ur, þótt aðeins vottur af þeim kom- ist inn í vefi jurtarinnar. Stofnanirn- ar, sem þessir sérfræðingar unnu við, eyddu allháum fjárfúlgum í rannsóknir á mörgum efnum. Árang- ur þeirra varð sá í báðum löndun- um, að vísindastofnanirnar gátu sent frá sér efni, sem deyða illgresi öllum öðrum efnum fremur, en hafa lítil áhrif eða engip á margar nytja- jurtir. Efnið, sem Bretarnir nota er á vísindamáli nefnt 4-klór-2-methylfen- oxyediksýra, en amcríska efnið er 2,4-díklórfenoxyediksýra. Það er farið að framleiða bæði þessi efni i stórum stíl, og síðastlið- ið sumar gafst höfundi þessa grein- arkorns tækifæri til að gera nokkrar tilraunil’, sem sýndu greinilega, að hér er á ferðinni ómetanlegt tæki í baráttunni við sóleyjar, fífla, arfa og jafnvel mosa. Nú i sumar mun verða reynt að fá hingað til lands nokkuð af þessum efnum, sem seld eru undir nöfnunum Agroxone (enskt), Barweed, Weedone og 2,4- D. Þessi efni verka ekki öll ná- kvæmlega eins, en ef tilraunajörð og vinnuafl fæst, mun verða reynt að skera úr því í sumar, hvernig nota skal hvert þeirra með sem beztum árangri gegn íslenzkum illgresisteg- undum. Þær fáu tilraunir, sem hægt var að gera i fyrrasumar, þrátt fyrir lélegar aðstæður, sýndu greinilega, að með þessum nýju illgresislyfjum

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.