Samtíðin - 01.12.1949, Page 13
SAMTÍÐIN
7
hjá Corbino, sem áður er getið. —
Halldór hefur einnig myndskreytt
aldarafmælisútgáfuna af Pilti og
stúlku og mikinn fjölda barna- og
unglingabóka, m. a. Vísnabók próf.
Símonar Jóh. Ágústssonar. Þá hefur
hann með nokkuð sérstökum hætti
puntað upp á hið ágæta blað „Speg-
ilinn“, og hafa þær myndir hans yfir-
leitt ekki misst marks. Auk mynd-
skreytingar bóka og tímarita hefur
Halldór málað nokkrar ágætar
mannamyndir, en steinarnir, sem
nota skal til steinprentunarinnar,
standa enn .óhreyfðir í vinnustofu
hans, af þeirri einföldu ástæðu, að
hann hefur engan tíma haft til að
sinna þeirri listargrein. Landslags-
myndir segist hann ekki hafa málað,
enda kveðst hann ekki hafa mikinn
áhuga fyrir slíku.
Myndskreyting bóka
er ekki alltaf áhlaupaverk.
Bak við myndskreytingu ýmissa
bóka felst oft geysimikið starf. Það
er ekki nóg með, að málarinn þurfi
að þaullesa bækurnar og lifa sig inn
í efni þeirra, heldur þarf hann, ef
um sögulegt rit er að ræða, að gera
sér far um að skyggnast inn í for-
tíðina, kynna sér rækilega búninga,
áhöld, húsakynni, húsbúnað og háttu
þeirrar tíðar manna, sem um er að
ræða, og sitthvað fleira, sem oft er
allmiklum vandkvæðum bundið að
skapa sér rétta hugmynd. um.
„1 sambandi við barnabækurnar
verð ég auðvitað að setja mig í spor
yngstu lesendanna, og það á ég nú
ekki örðugt með, því ég var öll sum-
ur í sveit, þegar ég var barn, svo ég
þekki vel sjónarmið sveitabarnanna,
þó ég sé fæddur og uppalinn í
Reykjavík. En auk þess finnst mér
ég ekki vera orðinn það gamall enn,
að ég sé með öllu búinn að gleyma
eða hættur að skilja hugsunarhátt
barna og unglinga!“ segir Halldór
og brosir við.
Gaman að teikna í „Spegilinn“.
„Mér þykir gaman að teikna skop-
myndirnar í „Spegilinn“, segir
Halldór að lokum. „Líttu í þennan“,
bætir hann við og bendir mér á
stóran kassa, sem ég hélt fyrst, að
geymdi spjaldskrá yfir viðfangsefni,
viðskiptamenn eða eitthvað þess hátt-
ar. „Þarna geymi ég nú myndasafn
af ekki svo fáum „merkum samtíðar-
mönnum.“ Við þær styðst ég oftast,
þegar ég er að teikna skopmyndirn-
ar, því vegna^ annríkis verð ég yfir-
leitt að neita mér um þaim munað
að sitja niðri í Alþingi eða á öðrum
fengsælum stöðum til þess að
„stúdéra týpurnar“.
gALLDÖR cr raunsæismaður í
verkum sínum og náttúrudýrk-
andi að vissu marki. Hann er að
sjálfsögðu hleypidómalaus gagnvart
ólíkustu stefnum í málaralist og
segist hafa gaman af vel gerðum
myndum, gersamlega án tillits til,
hvaða -isma höfundar þeirra fylgi.
Hann segir, að nú sé farið að hafa
strangara eftirlit en áður með því
vestan hafs, hverjir fái að senda
myndir á opinberar málverkasýning-
ar og ástæðan sé sú, að talið sé,
að ýmsir fúskarar og stælingamenn
hafi vaðið þar helzt til mikið uppi
að undanförnu.