Samtíðin - 01.12.1949, Síða 16

Samtíðin - 01.12.1949, Síða 16
10 SAMTÍÐIN 3. GREIN BRIDGE Cftír W). Jóníion yENJULEGA er tiltölulega auðvelt að koma auga á einfalda ein- angrun, og góðir spilamenn eru mjög fljótir að átta sig á þeim spilum, en viðvaningum hættir þar oft til að sjást yfir. Stundum er einangrunin ein ekki nægileg, því að um leið og spilarinn einangrar litina, verður hann að kasta tapslag á tapslag, til þess að einangrunin beri tilætlaðan árangur. Hér er eitt dæmi: A 7-G-5-2 ¥ K-G-8-3 ♦ Á-D-7 * K-8 1N , V A I 6 D-9 ¥ Á-D-l 0-9-4 ♦ 9-4-2 * Á-10-7 Austur gaf og sagði 1 spaða, Suð- ur 2 hjörtu, Vestur pass og Norður 4 lijörtu. Vestur spilar út sp. 10, Austur tekur á ás og kóng og spilar þriðja spaða, sem Suður trompar, en Vestur kastar laul'tvisti. Nú tekur Suður út tvö tromp, og báðir eru með. Getur nú Suður unnið spilið örugglega? — Margir viðvaningar mundu nú spila tígli og svína drottningunni, og ef Vestur á kóng- inn þá heppnast þetta og spilið vinnst, en ef Austur á kónginn, þá er sjnlið tapað. Góður spilamaður tekur ekki þessa áhættu, því að hann sér aðra leið, sem er alveg örugg, en hún er þannig: Þegar S. hefur trompað út tvisvar, þá spilar hann laufkóngi og ás og trompar þriðja lauf i borði. Nú spilar liann síðasta spaðanum úr borðinu, kastar tigul- tvisti í og lætur Austur eiga slag- inn. Nú er sama, hvað Austur gerir, því að Suður á alla slagina, sem eftir eru. Mjög einfalt, er ekki svo? Jú, vissulega. En þegar menn eru 'með spiliu á hendinni og eiga sjálfir að koma auga á vinningsmöguleikann, þá getur það orðið þó nokkuð erfitt, ef þeim hefur ekki verið bent á þessa spilategund. DRUKKINN maður í áætlunarbíl á austurleiðinni spurði bílstjórann, hve langt væri úr Reykjavík austur að Kotströnd. „50 kílómetrar“, anzaði bílstjór- inn. Skönnnu seinna spurði farþeginn. „En hvað er langt frá Kotströnd til Reykjavíkur?1 „Nú auðvitað jafnlangt: 50 km!“ hreytti bílstjórinn úr sér. „Ekki þarf það nú endilega að vera“, sagði sá slompaði með merkis- svip. „Til dæmis er nákvæmlega vika milli aðfangadags og gamlárs- dags, en miklu lengri tími frá gaml- ársdegi til aðfangadags“.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.