Samtíðin - 01.12.1949, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN
13
BELGJAGERÐIN
JJ-faja oy iJnaíur 4
H.F. 15 ARA
JJUMARIÐ 1934 stofnaði vestfirzkur
skipstjóri, Jón Guðmundsson frá
Hvallátrum í Rauðasandshreppi í
Barðastrandarsýslu, ásamt Guðrúnu
Vigfúsdóttur, sem nú er búsett í
Hveragerði i ölfusi, sameignarfyrir-
tæki til þess að framleiða lóðabelgi,
fiskábreiður og segl. Jón hafði stund-
að sjósókn, frá því að hann var 12
ára gamall (f. 28. júlí 1883), og það
bafði ekki dulizt jafnathugulum
manni og hann er, að hér var hægt
að framleiða lóðabelgi o. fl. nauð-
synjavörur íslenzks sjávarútvegs
sízt lakari en þær, sem við höfðum
áður keypt frá útlöndum.
Samkvæmt þeirri óhrekjandi reglu,
að íslendingar vita gerzt, hvað þeim
hentar sjálfum bezt og hvað bezt
hæfir íslenzkum staðháttum, hlómg-
aðist starfsemi Belgjagerðarinnar. En
Jóni Guðmundssyni þótti verksvið
það, er hann hafði í öndverðu fyrir-
hugað starfseminni, brátt helzt til
þröngt og tók því að færa úr kvíarn-
ar og framleiða alls konar fatnað,
svo sem vinnu- og skjólfatnað, skíða-
föt o. fl. Arið 1941 kvað orðið svo
mikið að þess háttar framleiðslu
fyrirtækisins, að stofnað var systur-
fyrirtækið Skjólfatagerðin h.f., er
lýtur stjórn Belgjagerðarinnar, sem
einnig var gerð að hlutafélagi. Svo
umfangsmikil var starfsemi Skjól-
fatagerðarinnar þegar á öðru starfs-
ári (1942), að hún framleiddi þá
10500 kápur og frakka. Þá var rúmt
um íslenzka iðnaðar- og kaupsýslu-
menn og mikill munur að sinna þess
háttar starfsemi eða í þeirri ördeyðu,
sem ríkir nú hér á því sviði, sam-
tímis því, sem flestar aðrar þjóðir
eru í stórkostlegum uppgangi. Er illt
til þess að vita, ef Islendingar hafa
ekki lag ó því að búa vel sem þjóðar-
heild á friðartímum, og verður því
vart trúað fyrr en í fulla hnefana.
En þegar á það er litið, að ágætt
íslenzkt iðnaðarfyrirtæki eins og
Skjólfatagerðin h.f. hefur ekki feng-
ið efni til að framleiða nema um
600 yfirhafnir á fyrra helmingi þessa
árs, er eitthvað bogið við ástandið
í ísl. iðnaðarmálum, því að ekki
skortir þörfina fyrir vörur hennar.
Eftirfarandi tafla sýnir fram-
leiðslumagn Belgjagerðarinnar á
nokkrum árum:
Ár - Stykkjatala
1936 ................. 6475
1938 ............ um 12000
1942 ............ um 36000
1945 ............... 45598
1946 ........... um 37000
1947 ........... um 23000
1948 ............... 16154
Taflan sýnir glöggt, að síðan
styrjöldinni lauk, hefur framleiðsla
þessa ísl. iðnaðarfyrirtækis dregizt
óhugnanlega saman vegna þess eins,
að ekki hafa fengizt nægileg gjald-
eyris- og innflutningsleyfi, einkum