Samtíðin - 01.12.1949, Page 21
SAMTÍÐIN
15
<- .> AUSTRÆIM ÞJOÐ MEÐ «
^Jamtal /\ex
J VESTRÆM SJÓMARMie 2>»L
BF UM ÞAÐ bil 20.000 námsmönn-
um, sem stunduðu nám við
Columbia-háskólann í New York
vormissirið 1948, voru 30 Filippsey-
ingar. Af þessum mönnum vakti
einn, Rex D. Drilon að nafni, einkum
athygli mína bæði sakir mikilla
hæfileika og víðtækrar menntunar.
Áttum við oft tal saman, og furðaði
mig í fyrstu mjög á því, hve mikið
hann vissi um lsland og Islendinga.
En þegar á það er litið, að Drilon er
bæði kennari 9g blaðamaður, sem
hafði í smíðum doktorsritgerð um
alþjóða-utanríkismál, verður skiljan-
legra, að hann sé fjölfróður, enda
má segja, að hann hafi varið mestum
hluta ævi sinnar í það að afla sér
alhliða menntunar. Hann hefur leyst
af hendi B. A. próf í ensku við
Linfield College i Oregon, hlotið
sama lærdómsstig í blaðamennsku
við Missouri-háskólann, en seinna
lauk hann meistaraprófi í þeirri
grein við sama háskóla. Að þessum
prófum loknum gerðist Drilon kenn-
ari í blaðamennsku við Centi’al
Philippine College í Iloilo-borg
heima á Filippseyjum og rit-
stjóri Iloilo Times, sem er dagblað,
gefið út á ensku þar í bæ. Frá þess-
um störfum, svo og konu sinni og
börnum hafði liann nú liorfið um
skeið til þess að ljúka æðsta lær-
dómsprófi, sem háskólar geta veitt,
doktorsprófinu. Sakir aldurs, yfir-
burðahæfileika og menntunar var
Drilon sjálfkjörinn forustumaður
landa sinna í stúdentasamtökum
þeirra i New* York. Eitt sinn, er við
hittumst, bað ég hann að segja les-
endum „Samtíðarinnar“ i stuttu
máli eitthvað frá Filippseyjum og í-
búum þeirra. Varð hann fúslega við
þeim tilmælum.
Filippseyingar börðust gegn
Japönum í síðustu heimsstyrjöld, og
tókst tæpum 50.000 hermönnum
þeirra ásamt 15.000 bandarískum
hermönnum að halda hálfri milljón
Japana í skefjum í sex mánuði. Álitið
er, að orrustan mn Filippseyjar, sem
svo hefur verið nefnd, hafi foi'ðað
Ástralíu frá innrás af hálfu Japana.
En Ástralía varð síðar aðalherstöð
Bandaríkjanna í viðureign þeirra við
Japan. Japanar náðu að visu Filipps-
eyjum á vald sitt, en þeim tókst
aldrei að lama viðnámsþrótt Filipps-
eyinga né koma i veg fyrir leyni-
starfsemi okkar gegn þeim. Sjálfur
var ég liðsforingi í þeirri „neðan-
jarðarbaráttu41, sem lauk með því,
að Bandaríkjaher leysti okkur undan
ánauðaroki Japana.
Hve margir eru íbúar Filipps-
eyja?
r— á Filippseyjum búa 19.000.000
manna. íbúar eyjanna eru af ýmsum
ættum, en yfirgnæfandi meirihluti
þeirra er af Malajakyni. I stríðinu
kvæntust fjölmargir amerískir setu-
liðsmenn Filippseyjastúlkum. Við
Filippseyingar erum ekki haldnir