Samtíðin - 01.12.1949, Qupperneq 24
18
SAMTÍÐIN
sem eru farin að ganga í skóla, þá
eru þau alltaf að koma og fara.
Maður þarf sífellt að vera heima,
til þess að sjá um, að þau fái eitt-
hvað að borða og drekka, annars eru
þau viss með að éta eintómar kökur
og sætabrauð, og í því er nú lítið
gagn fyrir börn, sem eru að vaxa.
En oft hef ég nú hugsað til þín,
Gerða mín. Þú ættir nú að láta verða
af því því að bregða þér inn eftir
til mín eitthvert kvöldið.“
„Já, það segirðu satt. Ég má til
með að láta verða af því að koma til
þín í fína húsið. Þetta dugir ekki.
Maður verður eins og álfur út úr
hól, fer aldrei neitt og veit ekki
neitt. Segirðu annars nokkuð í
fréttum?“
„Það er nú anzi lítið. Ég var að
koma vestan úr bæ.“
„Nú, er nokkuð lilægilegt við það?
Þú kímir.“
„Já, það liggur við. Það var, skal
ég segja þér, verið að auglýsa kápu
í Vísi. Þú veizt, hvað vont er að
fá efni í þær, og tilbúnar eru þær
ekki kaupandi, svo ég hugsaði með
mér, að það gerði svo sem ekkert til,
])ótt ég færi og liti á hana. Ég arka
af stað í þessari líka úrhellisrign-
ingu, en nú er auðvitað stytt upp
fyi'ir löngu, og ég er að draslast
með regnhlíf.“
„Þú ert líka í bomsum, sé ég.
Hvar gaztu náð í þær?“
„En í bomsuslagnum fræga! Ég
lenti í honum um daginn. Það var
nú meiri slagurinn, sá skemmti-
legasti, sem ég hef lent í á þessum
síðustu og verstu timum, þegar ekk-
ert, sem mann vantar, fæst nema í
biðröðum eða gegnum kunnings-
skap. Þar voru sumar svo sniðugar
að hafa með sér bita, því löng var
biðin, vantaði bara kopp! Enda kom
það sér nú að sögn illa fyrir eina.“
„Ég er svo aldeilis hissa, hvernig
fólk getur hagað sér, en hvernig var
þetta með kápuna vestur í bæ?“
„Jú, það var þannig, að ég fór
langt vestur í bæ, vestur undir sjó,
alla leið vestur í Skjólin, eða hvað
þau nú heita. Annars varð ég nú
ekki vör við neitt skjól þar! Ég
í’íJmma strax á húsið, þar sem kápan
var til sýnis og sölu, vind mér inn
fyrir og ætla upp stigana, því þetta
var á þriðju hæð. Nei, takk, góða
mín, ég komst ekki langt, því þar
var biðröð niður alla stiga. Þá varð
ég alveg ákveðin, að engin skyldi fá
kápuna nema ég, og ég beið og beið
og smámjakaði mér upp þrepin.
Fyrst hélt ég, að ég hefði villzt, því
allir þögðu. Ég hugsaði með mér:
Almáttugur, ég skyldi þó ekki hafa
farið í skakkt hús og hérna væri
húskveðja einhverrar góðrar konu,
en ekki kápubiðröð! En svo liðkuð-
ust málbeinin smám saman, og þá
var ég viss um, að ég væri mann-
eskja á réttum stað. Þar var talað
um biðraðir og skömmtun og Guð
veit hvað, en enginn minntist á káp-
una. Mig grunar, að það hafi ekki
allar verið vissar um, eftir hverju
var hcðið, heldur slæðzt með í hóp-
inn af forvitni! Loksins kom svo
röðin að mér. Ég þóttist vera þræl-
heppin, að engin skyldi vera búin
að kaupa kápuna. Þeim hefur fund-
izt hún of stutt, hugsaði ég með
mér, og sumar voru ])annig á sig