Samtíðin - 01.12.1949, Page 25

Samtíðin - 01.12.1949, Page 25
SAMTÍÐIN 19 komnar, að þær hafa sjálfsagt hald- ið, að um tækifæriskápu væri að ræða. Ég smeygði mér inu í for- stofuna. Þar var hálfrökkur og kona með kápuna í höndunum. Hvað á hún að kosta? spyr ég.“ „Nú og hvað kostaði hún?“ „Tvö þúsund krónur“, sagði kerl- ingarnornin. Kápan hefði bæði getað verið melétin og upplituð, því maður sá ekkert við þessa grútartíru. Svo ég hugsaði með mér: Nei, anza korn- ið, ég held ég láti skynsemina og hann Jón minn ráða í þetta skipti. Hann Jón minn er nefnilcga séður maður. Svo ég sagði bæði takk og sælar og flýtti mér út og varð þeirri stund fegnust, þegar ég komst aftur undir bert loft.“ „Svei mér, el' þú hefur l)ara ekki grennzt!“ „'Skammastu þín ekki fyrir að vera að gera gys að gamalli og góðri vinkonu þinni, þó hún hafi ætlað að fara að kaupa sér kápu?!“ „0, ég sá nú ekki betur en þú værir sjálf hálfhlæjandi, þegar þú fórst að segja mér frá ferðalaginu.“ „Já, það er satt og tilvinnandi að fara í svona leiðangur til þess að geta sagt frá því á eftir og fengið einhvern til þess að hlæja með sér.“ Svo héldum við áfram að tala um fólk og ferðalög og slátur, en ég sá, að lögregluþjónninn, sem stóð á gatnamótum Bankastrætis og Skóla- vörðustígs, var farinn að gefa okkur auga. Honum hefur sjálfsagt fundizt við teppa umferðina um gangstéttina, enda Jóna, vinkona mín, á við tvær af minni stærð, svo ég lniippti í hana og sagði henni, að þetta dygði ekki, Ný bók KVIKA heitir nýja skáldsagan eftir Vilhj. S. Vilhjálmsson. — Hún er framhald af hókinni: Brimar við bölklett og Króköldu. Bráðskemmtileg, lifandi og sönn. Tilvalin jólagjöl'. — HELGAFELL JVéUtnÍijah HVERFISGÖTU 42 Framkvæmum alls konar járnsmíði og vélaviðgerðir fyr- ir sjávarútveg, iðnað og landbúnað. Ávallt nægt efni fyrirliggjandi. Ctvegum beint frá 1. fl. verksmiðjum: efni, vélar og verk- færi til járniðnaðar.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.