Samtíðin - 01.12.1949, Page 27

Samtíðin - 01.12.1949, Page 27
SAMTÍÐIN 21 norska þjóðleikhússins, samið aí fyrrv. forstjóra þess. Af þeirri sögu má sitthvað læra, og mikill fróð- leikur er þar saman kominn um margt það, er varðar rekstur leik- hússins, og ýtarlegar frásagnir eru um afrek ' leikaranna. Leikhúsið barðist framan af í hökkum fjár- hagslega, en hefur alla tíð verið eitt höfuðvígi norskrar hámenningar eins og vera ber. Það hefur notið forustu ýmissa ágætra leikhússtjóra, og má í því sambandi einkum nefna Bj0rn Bjornson, er gegndi forstjóra- starfinu fyrstur allra eða á árunum 1899—1907 og mótaði þar með starf- semi leikhússins öllum öðrum frem- ur. Hann var aftur leikhússtjóri 1923—27. Minningarritið er prýtt fjölda mynda. HABBY FETT: PA KULTUR- VERNETS VEIER. Þetta eru endur- minningar hins aldurhnigna norska þjóðminjavarðar Harry Fetts. Fyrri hluti bókarinnar er ekki ævisaga, heldur eins konar aldarafmælisrit fornminjafélagsins: Foreningen til norske Fortidsminnesmerkers Bevar- ing. Það er ekki fyrr en á bls. 145, að æviminningar höfundar hyrja, og að bókarlokum er gert ráð fyrir framhaldi á þehn, enda er höf. þá -ekki kominn lengra en það, að hann er að taka við þjóðminjavarðarstarf- inu. Fett er mikilvirkur ríthöfundur, og segja má, að ævisaga hans sé snar þáttur úr norskri menningar- sögu seinasta mannsaldurs. Frásögn- in nær langt út fyrir endimörk Noregs, því að spor höf. hafa legið víða um Evrópu.' iUmenna fasteignasalan (Brandur Brynjólfsson) Austurstræti 9. — Sính 81320. Annast kaup á: fasteignum, skipum, atvinnufyrir- tækjum o. s. frv. Bílamiðlunin (Brandur Brynjólfsson) Austurstræti 9. — Sími 81320. er miðstöð allra bílakaupa. Viðtalstími beggja fyrirtækjanna er kl. 10—12 og 1—5 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12. Jk uíffafynaverzlun L kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13, Reykjavík. Vönduð húsgögn prýða heimilið. Timbur til húsgagna og húsabygginga ávallt fyrirliggjandi.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.