Samtíðin - 01.12.1949, Qupperneq 28

Samtíðin - 01.12.1949, Qupperneq 28
22 SAMTÍÐIN Enskt listaverk á íslenzku Oscar Wilde: Myndin af Dorian Gray. Sigurður Einarsson þýddi. Helgafell. Rvík 1949. 200 bls. J^LLMARGIR ungir íslenzkir menntamenn, sem þreyttu lang- skólanám um og eftir 1920, tignuðu Oscar Wilde sem eitt æðsta goð enskrar skáldlistar, og hugir þeirra hverfðust þá einkum um þrjú verk lians, sem öll liafa síðan verið ís- lenzkuð: Úr djúpunum (De Pro- fundis) af Yngva Jóhannessyni, Kvæðið um fangann (Ballad of Reading Goal) af Magnúsi Ásgeii’s- syni og Myndina af Dorian Gray (The Picture of Dorian Gray) af Sigurði Einarssyni, sem einnig hefur snar- að á íslenzku einu af leikritum Wildes: Salóme. Það var engin tilviljun, að sú menntaæska, sem var ósnortin af vélrænum hraða, en átti sér hins vegar listarþrá i hverri taug og þráði að njóta, óháð hagnýtum sjón- armiðum, kysi sér að sálufélaga hinn mikla fulltrúa l’art pour l’art- stefnunnar í engilsaxneskum bók- menntum. Seinna eltust ýmsir frá Wilde, án þess þó að nokkur, sem eitt sinn hafði hrifizt af glæsibrag listar hans, fengi gleymt honum. Og sagan um myndina af Dorian Gray, hin seiðmagnaða óheillaspá skálds- ins, hélt áfram að verða áfangi á leið manna til aukins listþroska. Um viðtökur þær, er þessi skáldsaga Wildes hlaut í Englandi, er hún birt- ist þar fyrst, fórust Guðmundi Kamban þannig orð í ritgerð um Oscar Wilde í „Iðunni“ árið 1929: Látið Ó.J.AL vekjja ydur á morgnana

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.