Samtíðin - 01.12.1949, Side 29
SAMTÍÐIN
23
„Rómaninn vakti blátt áfram of-
boð. öll blöðin fyrirdæmdu bókina,
kölluðu hana siðspillandi, eitraða,
líkþráa, og mörg þeirra réðu til að
gera útgáfuna upptæka. Walter Pater
stóð fyrir þeim fáliðaða hóp andans
manna, sem sáu í þessu verki nýja
og glæsilega hlið á nýju og glæsi-
legu skáldi, en með hinum loflega
ritdómi sínum vann hann ekki ann-
að á en að gei’a sjálfum sér tjón,
þótt talinn væri fastur í sessi, einn
hinn nafnfrægasti maður í kennara-
liði Oxfordháskóla. En eitt hafði
Oscar Wilde unnið á, og það framar
ölliun öðrum listamönnum, sjálfum
Lord Byron ekki undanskildum: að
\rera á hvers manns vörum í Lond-
on. Fáeinir elskuðu hann, margir
óttuðust hann, flestir liötuðu hann
en allir töluðu um hann. Hann
stóð nú þarna í raun réttri, eins og
hann hafði óskað að sjá sjálfan sig,
umvafinn bjarma syndar og töfra.“
(„Iðunn“ 1929, bls. 200).
Myndin af Dorian Gray er saga,
sem ógerningur er að endursegja,
jafnvel þótt rúm leyfði. Séra Sig-
urður Einarsson, einn hinna ein-
lægustu aðdáenda Wildes í hópi
þeirrar æsku, sem áður var getið,
hefur nú goldið hinum mikla írsk-
enska töframanni sitt með því að
íslenzka tvö af verkum hans og rita
auk Jiess snjalla grein um Wilde
í'raman við þýðinguna á Salóme.
Pessar þýðingar séra Sigurðar eru
gerðar af næmum skilningi og eru
víða með þeim glæsileik, er einkenna
stíl Jiýðandans og tök hans á ís-
lérizku máli.
Timburverzlun
Árna Jónssonar
Hverfisgötu 54. Simi 1333.
Símnefni: Standard.
Venjulega
fyrirliggjandi
alls
konar
timbur,
hurðir,
gluggar
og
listar.
S. Sk.